fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

93. fundargerð Heklunnar

 1. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu Reykjaness haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ, mánudag 13. maí 2024, kl. 8:30.

Mætt: Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson (TEAMS), Guðjón Skúlason, Gunnar Axel Axelsson, Pálmi Freyr Randversson og Berglind Kristinsdóttir. Fundargerð ritaði Berglind Kristinsdóttir.
Dagskrá:

 1. Heklan – verkefnastaða.
  Berglind fór yfir verkefnastöðuna hjá Heklunni fyrstu fimm mánuði ársins. Hluti af verkefnum SSS/Heklunnar hafa mikla samlegð við verkefni Kadeco.
 2. Íbúakönnun Heklunnar – kynning á niðurstöðum.
  Berglind fór yfir helstu niðurstöður sem snúa að Suðurnesjum. Unnið verður frekar úr gögnum er snúa að Suðurnesjum.
 3. Kynning á síðunni svæði.is https://www.svaedi.is/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1BfzpIMelSJIq-DTlppXZD04OP1Ghpn7rkKbCVmXm-qfZdMFnBbiBn-6Y_aem_AbEP89CC9lj4y80Yh93EDU-uYRwvBCZEG12Mpj7bOTKNKbk3xtKEgxwmQ-Q_TsSqeYpOJVcLhZZvybpiStH85HkB
  Vefsíðan var sett upp í kringum Verk og vit sýninguna en inni á henni er að finna áhugaverðar upplýsingar um uppbyggingu í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.
 4. Grindavík- fyrirtækjakönnun Maskínu.
  Fannar Jónasson fylgdi eftir niðurstöður könnunar. Könnunin var unnin í apríl 2024 af Maskínu. Könnunin náði til 83 fyrirtækja.

Um 22 % fyrirtækja í Grindavík eru í fullum rekstri og 22% eru með skertan rekstur. Mjög skertur rekstur er hjá 20,7% fyrirtækjum en 35,4% eru með engan rekstur. Þegar fyrirtæki voru spurð um það hvort þau stefni á að halda rekstri áfram í Grindavík svöruðu 24,4% já, að fullu 15,9% að hluta en 23,2% svöruðu nei. Stór hluti fyrirtækja eða 36,6% svöruðu veit ekki.

 1. Önnur mál.
  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.