fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Svæðisskipulag Suðurnesja

Svæðisskipulag Suðurnesja er landnotkunaráætlun fyrir fimm sveitarfélög Suðurnesja, Sveitarfélögin Garð, Voga, Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ og Sandgerðisbæ. Auk þeirra nær skipulagið til Landhelgisgæslunnar og Keflavíkurflugvallar.

Svæðisskipulagið er samræmd stefna sveitarfélaganna fyrir tímabilið 2008 – 2024 um sameiginleg hagsmunamál Suðurnesja. Stuðlað er að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu auðlinda svæðisins fyrir heildina og sameiginlegri framtíðarsýn sveitarstjórna, íbúa og annarra hagsmunaaðila í efnahagslegri, félagslegri og menningarlegri þróun sveitarfélaganna. Megin viðfangsefnin snúa að atvinnu, auðlindum og auðlindanýtingu, náttúruvernd, samgöngum og veitum.

Svæðisskipulag Suðurnesja