fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

41. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja

41. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 14. september 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Guðmundur Björnsson, Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar K. Ottósson, Gunnar A. Axelsson, Einar Jón Pálsson, Þóra Kristín Klemenzdóttir, Atli Geir Júlíusson, Davíð Viðarsson, Kjartan Már Kjartansson, Björn Ingi Edvardsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Forföll boðuðu þeir: Jón B. Einarsson, Lilja Sigmarsdóttir, Fannar Jónasson, Magnús Stefánsson og Andri Rúnar Sigurðarson.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Tölvupóstur dags. 8.sept.2023 Birni Edvardssyni f.h. Isavia, v. endurskoðunar á aðalskipulagi Keflavíkurvallar.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við kynninguna á verk- og matslýsingu á endurskoðun á nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar.
2. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja.
a) Atvinnumálakafli: Stefna, aðgerðir og eftirfylgni.
Umæðunni haldið áfram þar sem frá var horfið á síðasta fundi. Formanni og varaformanni falið að vinna verkefnið áfram fram að næsta fundi í samræmi við umræður fundarins.
3. Næstu skref.
Gert er ráð fyrir því að fundir vetrarins verði annan fimmtudag í mánuði og að fundir hefjist kl. 16:00. Þó með undantekningum t.d. í desember eða á þeim dögum sem koma upp á frídögum. Jafnframt er lagt til að fundað verði hjá öllum þeim sem koma að Svæðisskipulagi Suðurnesja.
4. Önnur mál.
Málþing um betri almenningssamgöngur milli KEF og Rvk.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja er boðið þátttaka í málþingi um betri almenningssamgöngur.
Formanni falið að vinna áfram að málinu.
Að þessum sökum verður næsti fundur færður til fimmtudagsins 26.október kl.16:00.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:00.