fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

39. fundur Svæðisskipulagnefndar Suðurnesja

39. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 8. júní 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Björn Ingi Edvardsson, Guðmundur Björnsson, Sveinn Valdimarsson, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Eysteinn Eyjólfsson, Ásrún Kristinsdóttir, Fannar Jónasson, Kjartan Már Kjartansson, Gunnar K. Ottósson, Gunnar A. Axelsson, Einar Jón Pálsson, Davíð Oddgeirsson, Atli Geir Júlíusson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Forföll boðuðu þeir: Jón B. Einarsson og Magnús Stefánsson.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

 1. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa yfirferð á texta (samfélag). Uppfærsla á áherslum og markmiðum í köflunum Loftlagsmál og Samfélag.
  Nefndin fór yfir það sem búið er að setja inn í vefsjánna í tengslum við þessi tvö málefni. Lagt er til að markmið nr. 5.2, 5.4, 5.6, 5.7. verði uppfærð í samræmi við umræður fundarins.

Í kaflanum Loftslagsmál urðu góðar umræður um 6.3, 6.4, 6.4. Nefndin sammála um að umorða þurfi lið 6.5. svo hann falli betur að aðstæðum á Suðurnesjum og lagfæra þurfi lið 6.8 í samræmi við umræður fundarins.

Nefndarmönnum falið að lesa yfir leiðarljós og markmið og áskoranir sem fylgja þessum köflum sem og þeim köflum sem búið að fara yfir og skila ábendingum inn í Vefsjánna.

Formanni og varaformanni falið að vinna drög að stefnu og aðgerðum og eftirfylgni fyrir valda kafla og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar sem haldinn verður í ágúst.

 • Tölvupóstur dags 30.05.2023 frá Skipulagsstofnun v. stækkunar Keflavíkurflugvallar.
  Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrsluna við framkvæmdina, stækkun Keflavíkurflugvallar.

 • Tölvupóstur dags. 23.05.2023 frá Reykjanesbæ v. beiðni um umsögn við breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Reykjanesi.
  Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi né við nýtt deiliskipulag á Reykjanesi.
 • Önnur mál.
  Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.