fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Styrkir og fjármögnun

Fjármagn þarf til að hugmynd geti orðið að raunverulegum rekstri. Því betur sem þú hefur skilgreint hugmyndina og getur rökstutt viðskiptagrundvöll hennar, því meiri líkur eru á að þú getir fjármagnað verkefnið með því að fá fjárfesta inn eða tryggt þér aðra fjámögnun.

Ýmsar leiðir eru til að fjármagna rekstur eða viðskiptahugmynd. Algengustu leiðirnar eru bankalán, fjárfestar,  hópfjármögnun og fjölskyldulán. Þá er hægt að sækja um styrki til að vinna að framþróun viðskiptahugmyndarinnar.

Æskilegt er að þú finnir snemma út hversu mikið fjármagn þú þarft til að koma hugmyndinni áfram. Stundum getur dugað að fá yfirdrátt hjá bankanum, eða langtímalán. Ef mikla nýsköpun er að finna í hugmyndinni getur þú átt möguleika á opinberum styrkjum. Ef þú getur sýnt fram á mikla nýsköpun og að fyrirtækið eigi möguleika á erlendum markaði, aukast líkurnar á að þú getir sannfært fjárfesta að koma með fé inn í reksturinn fyrir ákveðna eignarhlutaprósentu af fyrirtækinu.

Form og umfang styrkumsókna er misjafnt og er því æskilegt hafa góðan tíma í styrkumsóknir og sækja ekki um á síðustu stundu. Gott er að biðja einhvern sem er ótengdur verkefninu lesa umsóknina yfir og rýna fyrir þig. Oftast eru um samkeppnissjóði að ræða og því skiptir miklu máli að vera með skiljanlega og góða umsókn. Töluverð vinna getur farið í að sækja um styrki, en góður undirbúningur er lykilatriði þess að hljóta styrk. Afar mikilvægt er að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð

Gagnlegt er að vera búinn að vinna viðskiptaáætlun áður en sótt er um styrk, þannig sýnir þú fram á að viðskiptahugmyndin sé raunhæf og að það sé rekstrargrundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni. Hins vegar eru einstaka sjóðir sem veita styrki til þess að vinna að viðskiptaáætlun og móta hugmyndina vel áður en sótt er um styrk.  Þó hugmyndin sé á byrjunarstigi er nauðsynlegt að geta skýrt út hver nýjung verkefnisins er, hvaða vandamál á að leysa með vörunni og hafa greinagóða markhópalýsingu. Þetta er allt hluti af grundvallaratriðum viðskiptaáætlunar. Í sumum tilfellum þurfa að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar svo sem fullbúin viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.

Yfirleitt er sótt um fyrir ákveðnum verkþáttum sem þurfa að vera skýrir, raunhæfir og í samræmi við það hvar verkefnið er statt á þeim tímapunkti sem sótt er um styrkinn.  Það getur verið tímafrekt að vinna styrktarumsókn og því er afar mikilvægt að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð. 

Æskilegt er að þú finnir snemma út hversu mikið fjármagn þú þarft til að koma hugmyndinni áfram. Stundum getur dugað að fá yfirdrátt hjá bankanum, eða langtímalán. Ef mikla nýsköpun er að finna í hugmyndinni getur þú átt möguleika á opinberum styrkjum. Ef þú getur sýnt fram á mikla nýsköpun og að fyrirtækið eigi möguleika á erlendum markaði, aukast líkurnar á að þú getir sannfært fjárfesta að koma með fé inn í reksturinn fyrir ákveðna eignarhlutaprósentu af fyrirtækinu.Styrkir

Form og umfang styrkumsókna er misjafnt og er því æskilegt hafa góðan tíma í styrkumsóknir og sækja ekki um á síðustu stundu. Gott er að biðja einhvern sem er ótengdur verkefninu lesa umsóknina yfir og rýna fyrir þig. Oftast eru um samkeppnissjóði að ræða og því skiptir miklu máli að vera með skiljanlega og góða umsókn. Töluverð vinna getur farið í að sækja um styrki, en góður undirbúningur er lykilatriði þess að hljóta styrk. Afar mikilvægt er að lesa vel yfir leiðbeiningar og reglur styrkjanna til að greina hvort að verkefnið eigi erindi í tiltekinn sjóð. 

Gagnlegt er að vera búinn að vinna viðskiptaáætlun áður en sótt er um styrk, þannig sýnir þú fram á að viðskiptahugmyndin sé raunhæf og að það sé rekstrargrundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni. Hins vegar eru einstaka sjóðir sem veita styrki til þess að vinna að viðskiptaáætlun og móta hugmyndina vel áður en sótt er um styrk.  

Þó hugmyndin sé á byrjunarstigi er nauðsynlegt að geta skýrt út hver nýjung verkefnisins er, hvaða vandamál á að leysa með vörunni og hafa greinagóða markhópalýsingu. Þetta er allt hluti af grundvallaratriðum viðskiptaáætlunar. Í sumum tilfellum þurfa að liggja fyrir ýtarlegar upplýsingar svo sem fullbúin viðskiptaáætlun og fjárhagsáætlun.

Yfirleitt er sótt um fyrir ákveðnum verkþáttum sem þurfa að vera skýrir, raunhæfir og í samræmi við það hvar verkefnið er statt á þeim tímapunkti sem sótt er um styrkinn. 

Gott að hafa í huga við gerð umsókna

 • Fara eftir leiðbeiningum
 • Markmið styrkveitanda/sjóðsins
 • Áhersla á það sem á að gera, ekki sem er búið
 • Vanda skal vinnu við kostnaðar- og tímaáætlun
 • Nálgast sem verkefni sem þarf að vinna
 • Sannfæringarkraftur
 • Persónulegur stíll
 • Vinna umsókna er samstarfsverkefni
 • Stytta mál sitt
 • Auðskilið mál
 • Vandvirkni skiptir máli
 • Skýra sýn í umsóknhvað á að gera
 • Raunhæfar væntar, markmið og áætlanir

Lán

Það er nánast ógjörningur að standa í rekstri án þess að vera í góðum samskiptum við eigin viðskiptabanka. Þó þú sækist ekki eftir láni í bankanum, þá veita bankar ýmsa þjónustu til rekstraraðila sem geta komið að góðum notum.

Gott er að fara í bankann og ræða um áætlanir þínar. Þeir munu eflaust gefa þér góð ráð og greina þér frá því hvað er í boði.

Framboð banka á lánum til frumkvöðla kann að vera misjafnt á hverjum tíma. Því borgar sig að skoða hvað er í boði í fleiri en einum banka til að vera viss um að velja besta kostinn.

Það er tvímælalaust betra fyrir þig að vera með viðskiptaáætlun í höndunum. Þá veit bankinn að þér er alvara með hugmyndir þínar og það eykur möguleika þína á láni. Gott getur verið að ræða við starfsmenn bankans tímanlega til að finna út hvað þeir vilja sjá í viðskiptaáætluninni.

Ekki þurfa allir stór lán til að hefja rekstur. Hafðu í huga að áhættan við að fara út í rekstur er minni eftir því sem minna er tekið af lánum. Það getur þó verið að rekstur þurfi verulegt fjármagn til að fara af stað en það þýðir jafnframt að fallið er hærra ef illa fer. Oft er farið út í fyrirtækjarekstur með lítil sem engin bankalán þar sem fjárþörf er ekki mikil í byrjun. Ef þú átt í erfiðleikum með að fá lán þá getur þú farið yfir stofnkostnaðinn og skoðað hvort ekki er mögulegt að lækka hann.

Æskilegt er að þú finnir út snemma hvort þú þarft á bankafjármögnun að halda til að koma rekstri þínum af stað. Þarftu verksmiðju eða skrifstofu? Þarftu að ráða til þín starfsmenn? Tekur tíma að finna viðskiptavini? Ef þú kemst ekki hjá þessum þáttum er fyrirsjáanlegt að þú þurfir að fá peninga að láni og þá hjálpar að hafa góða viðskiptaáætlun.

Hvernig eru lán metin?

Líklegt er að bankinn meti umsókn þína á a.m.k. þremur þáttum:

 • Stjórnun – hæfileikar þínir sem rekstraraðila, þar á meðal hæfileikar þínir til að stjórna.
 • Hversu lífvænleg er viðskiptahugmynd þín – markaðurinn fyrir hugmynd þína eða þjónustu, kostnaður við reksturinn og fjárhagsáætlanir þínar.
 • Áhætta – áhættan sem bankinn tekur í því að fá ekki peninga sína til baka. Hafðu í huga að ef vel gengur deilir bankinn ekki ágóðanum með þér en hann getur tapað ef illa gengur. Í hugum bankamanna er allur nýr rekstur áhættusamur. Vegna þessa vill bankinn tryggja sig sem best áður en hann lánar peninga og er þar fyrst og fremst horft til tveggja hluta, hlutafjár og veðs.

Svanni er lánatryggingarsjóður kvenna sem veitir veitir lánatryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna og er hann í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lán og lánatryggingu.  

Arion bankiÍslandsbanki og Landsbankinn bjóða allir fyrirtækjum fjölbreytta þjónustu og ýmsa möguleika í fjármögnun.

Áður en þú ferð í bankann:

Eignahaldsfélag Suðurnesja (ES) er fjárfestingafélag sem stofnað var í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festa lífeyrissjóðs.

Skuldabréf /lán

Stjórn ES setur almennar reglur um lánakjör. Skilyrði fyrir láni frá ES er að veð sé fyrir hendi. Meginregla er að veðstaða fasteigna sé aldrei
hærri en 75%. Veðstaða í skipun sé að jafnaði ekki hærri en 50%.
Veðstaða í tækjum er aldrei hærri en 50%. Hámarkslán er 20 miljónir kr.

Við mat á umsókn hefur stjórn ES til viðmiðunar rekstur og rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu og reynslu og þekkingu
forsvarmanna. Einnig skal taka tillit til nýsköpunargildi, samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á
Suðurnesjum.

Ferli umsókna

Tekið er á móti umsóknum rafrænt hjá Heklunni sem kemur þeim yfir til stjórnar ES til afgreiðslu þegar þær eru fullbúnar frá umsækjendum. Stjórnarfundir ES eru að jafnaði einu sinni í mánuði og reynt er að afgreiða umsóknir jafnóðum og þær berast. Umsækjendur geta átt von á því að þurfa að skila inn ítarlegri gögnum og/eða kynna verkefnið sitt fyrir stjórn eftir fyrstu yfirferð stjórnar. Ef spurningar vakna varðandi umsóknarferlið bjóða ráðgjafar Heklunnar upp á aðstoð og jafnframt er hægt að óska eftir samtali við framkvæmdastjóra ES.

Sækja um

Byggðastofnun veitir langtímalán til fjárfestinga fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggðastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuðlar að hagstæðum lánskjörum og lánsframboði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landsbyggðunum.

Stjórn Byggðastofnunar setur almennar reglur um lánakjör stofnunarinnar. Markmið lánastarfseminnar er m.a. að tryggja fyrirtækjum í landsbyggðunum aðgang að langtímalánum á sem hagstæðustu kjörum, stuðla að vexti fyrirtækja, nýsköpun í atvinnulífi og eflingu byggðanna.

Byggðastofnun leggur áherslu á vandaða vinnu við lánshæfismat og áhættugreiningu. Í því skyni gerir stofnunin skilgreindar kröfur um upplýsingar, gögn og áætlanir frá viðskiptamönnum. Við mat á umsókn hefur lánanefndin til viðmiðunar rekstur og rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu, reynslu og þekkingu fyrirsvarsmanna þess, tryggingar fyrir lánum, nýsköpunargildi, samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðunum.

Allir umsækjendur fá skriflegt svar og þar geta komið fram tiltekin skilyrði fyrir lánveitingu. Telji umsækjandi að ákvarðanir lánaefndar samrýmist ekki starfsreglum getur hann skotið máli sínu til stjórnar stofnunarinnar.

Lánsumsókn skal senda í gegn um þjónustugátt. Eftir að lánsumsókn hefur borist stofnuninni er hægt að sjá málsnúmer og stöðu máls inni í þjónustugátt. Mikilvægt er vanda umsókn og þau fylgigögn sem send eru með umsókn.

Veð eru tekin í fasteignum, skipum, hlutabréfum og lausafé.  Jafnframt er Byggðastofnun heimilt að taka veð í rekstrarleyfum, einkaleyfum og vörumerkjum ef slíkar tryggingar eru í boði og veðsetning þeirra heimil samkvæmt lögum.  Ekki er tekið veð í íbúðarhúsnæði nema því aðeins að það sé nýtt í beinum tengslum við atvinnurekstur umsækjanda.  Veðsetningarhlutföll eru misjöfn á mili lánaflokka.

Lánaflokkar

Lán til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir

Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og er gerð krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er gerð krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.


Fjárfestar

Fjárfestar vilja gjarnan sjá áætlanir um það hvernig þeirri fjárfestingu verður varið, áður en þeir fjárfesta í arðsemidrifnum fyrirtækjum. Í hvað verður fjármunum varið, hvernig aðgerðir munu stuðla að vexti fyrirtækisins, hver er áætluð arðsemi af fjárfestingunni og hver er útgönguleið fjárfesta.

Áður en þú og hugsanlegir fjárfestar taka fjárhagslega áhættu, er mikilvægt að þú getir sýnt fram á áætlanir þínar og að þær séu vel ígrundaðar, auk þess að þú getir brugðist við þeim vanda sem kann að koma upp. Vel unnin viðskiptaáætlun svarar flestum þessum spurningum og skapar traust fjárfesta í þinn garð. Einnig þurfa að fylgja áætlanir um hver hlutur fjárfesta verður í fyrirtækinu fyrir tiltekna fjárfestingu.

Er rekstaráætlunin klár?

Eignahaldsfélag Suðurnesja (ES) er fjárfestingafélag sem stofnað var í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festa lífeyrissjóðs.

ES tekur þátt í stofnun og starfsemi félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónarmiða og styðja við megintilgang félagsins, að skapa nýmæli í atvinnulífi og byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum.

Stjórn ES er skipuð fimm fulltrúum stærstu eigenda félagsins:

 • Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, formaður
 • Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri
 • Arnar Már Elíasson
 • Árni Hinrik Hjartarson
 • Katrín Oddsdóttir

Félög sem ES er hluti af

ES hefur tekið þátt í uppbyggingu á hinum ýmsu félögum og er í dag aðili að GeoSilica, Flugakademíu Keilis, Taramar, Orf Líftækni, Matorku, DMM lausna, Garðskaga ehf, Artic Sea Minerals og Fibra ehf.

ES fjárfestir í hlutabréfum og skuldabréfum sem breyta má í hlutabréf. Félagið tekur þátt í stórum og smáum verkefnum á Suðurnesjum sem stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum.

Fjárfestingastefna

 1. Hlutfall hlutafjár í einstökum félögum
  Hlutdeild ES í einstökum félögum skal að jafnaði ekki vera umfram 20% hlutafjár. Þó er heimilt að auka hlutafé í 30% ef slíkt þykir vænlegt. Við útreikning á hlutfalli eignar í einstöku félagi má taka mið af þeim hlutafjárloforðum sem eru útistandandi og tryggð að fullu og að því gefnu að þau fáist greidd innan árs.
 2. Hámarksfjárfesting ES í einstökufélagi
  Að jafnaði skal ES ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé sjóðsins í einstöku félagi.
 3. Ávöxtunarkrafa hlutafjáreignar
  Ávöxtunarkrafa skal fara eftir aðstæðum hverju sinni og skal
  fjárfestingartími að jafnaði vera 4-6 ár.
 4. Fjármögnun félags
  ES mun ekki leggja fram hlutafé nema fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð.
 5. Endurkaup á hlut ES
  Að jafnaði skal miðað við að fyrir liggi hluthafasamkomulag um
  endurkaup á hlut ES. Endursala á hlutafé skal taka mið af því að
  fyrirtækið hafi náð þeim árangri sem stefnt var að en þó þannig að
  hagsmunir ES séu ætíð tryggðir.

Ferli umsókna

Tekið er á móti umsóknum rafrænt hjá Heklunni sem kemur þeim yfir til stjórnar ES til afgreiðslu þegar þær eru fullbúnar frá umsækjendum. Stjórnarfundir ES eru að jafnaði einu sinni í mánuði og reynt er að afgreiða umsóknir jafnóðum og þær berast. Umsækjendur geta átt von á því að þurfa að skila inn ítarlegri gögnum og/eða kynna verkefnið sitt fyrir stjórn eftir fyrstu yfirferð stjórnar. Ef spurningar vakna varðandi umsóknarferlið bjóða ráðgjafar Heklunnar upp á aðstoð og jafnframt er hægt að óska eftir samtali við framkvæmdastjóra ES.

Sækja um

Fjárfestingasjóðir vilja yfirleitt fjárfesta töluverðum fjárhæðum í hverju sprotafyrirtæki og eignast töluverðan hlut í hverju fyrirtæki. Sjóðirnir horfa yfirleitt til þess hversu líklegur reksturinn er að verða arðbær og fjárfesta aðeins í fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á rekstrarmöguleika og jafnvel þau sem hafa þegar fengið minni fjárfestingar og/eða styrki. 

Hér fyrir neðan er listi yfir fjárfestingasjóði. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi en getur gefið vísbendingar um hvar hægt er að leita fjármögnunar.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum þar sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af starfseminni og góðrar ávöxtunar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leggur áherslu á að vinna með öðrum innlendum og erlendum fjárfestum og tekur þátt í sjóðasjóðum til eflingar á áhættufjárfestingum í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum innanlands og utan.

Eyrir invest / Eyrir sprotar er alþjóðlegt fjárfestingarfyrirtækis sem fjárfestir í efnilegum iðnfyrirtækjum sem stefna á að vera leiðandi á alþjóðamarkaði.

Frumtak II hóf starfsemi í febrúar 2015. Sjóðurinn hefur að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar. Frumtak II fjárfestir á Íslandi en er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem lög leyfa og nauðsynlegt er vegna útrásar eða markaðssóknar fyrirtækja í eigu Frumtaks II á erlenda markaði.

SA Framtak / Brunnur vaxtasjóður er fjárfestingasjóður sem veitir nýsköpunarfyrirtækjum aðstoð við fjármögnun. Sjóðurinn fjárfestir í íslenskum nýsköpunar- og vaxtafyrirtækjum sem selja eða stefna á að selja vörur eða þjónustu á erlenda markaði.

Thule investment annast rekstur og umsýslu fagfjárfestasjóðanna Brú Venture Capital og Brú II Venture Capital Fund S.C.A. SICAR. Fjárfest er í fyrirtækjum sem hafa þróað vöru eða þjónustu sem er tilbúin til markaðsetningar og hafa möguleika á að nýta fjármuni til þess að vaxa hratt.

Virðing er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki. Tilgangur þess er rekstur innlendra og erlendra verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða.

Hópfjármögnun verður sífellt algengari aðferð til fjármögnunar sprotafyrirtækja og víða um heim eru margir hópfjármögnunaraðilar. Þeir þekktustu eru líklega Kickstarter, GoFundMe og Indiegogo. Íslenska fjármögnunarsíðan Karolinafund hefur einnig notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og er í samstarfi við aðrar norrænar fjármögnunarsíður.

Hópfjármögnun virkar þannig að verkefnið er sett upp á vefinn og ákveðið fjármögnunar- og tímamarkmið sett. Fyrir ákveðið fjármagn getur neytandi til dæmis keypt vöru áður en hún hefur verið framleidd, fengið einhverja ákveðna gjöf í staðinn eða jafnvel fengið hlut í fyrirtækinu, allt eftir því hvernig verkefnið er sett upp.

Þessi fjármögnunarleið hefur reynst vel fyrir verkefni sem af einhverjum ástæðum þykja ekki sérstaklega fjárfestingarvæn, en eru engu að síður með sniðugar lausnir eða vörur sem neytendur vilja sjá á markaði. Hópfjármögnun getur gegnt hlutverki „proof of concept“ fyrir frekari fjárfestingar. Ef frumkvöðull getur sýnt fram á að ákveðinn fjöldi er tilbúinn að kaupa vöruna gefur það ákveðna vísbendingu um framtíðarmöguleika hennar.

Hópfjármögnun getur vissulega verið góð leið í markaðssetningu, en eingöngu miðað að markhópi vörunar. Verkefnið verður að vera undirbúið með það að markmiði að ná til þess markhóps sem varan er miðuð að, en ekki til þess að ná í nýjan. Það þarf að skilja markhópinn vel, búa til áhugaverð tilboð / viðskiptatækifæri fyrir hann og sýna fram á að verkefnið sé spennandi.

Góður undirbúningur felur til dæmis í sér að finna réttu hópfjármögnunarsíðuna en það eru mismunandi áherslur milli þeirra. Ákveða þarf hvað er í boði fyrir þann sem styrkir verkefnið og hvernig er hægt að fá sem mest út úr veittum stuðningi. Reynst hefur vel að undirbúa gott myndband og nýta aðra miðla til að koma hópfjármögnunarverkefninu á framfæri til markhópsins.

Hentar hópfjármögnun þínu verkefni?


Hvernig sækir maður um styrki?