Opnun Fablab á Suðurnesjum
Fablab á Suðurnesjum opnaði formlega í Fjölbrautaskóla Suðurnesja föstudaginn 23. febrúar sl.
Þar mættu fulltrúar sveitarfélaga og menntastofnana á Suðurnesjum sem eiga aðild að smiðjunni auk ríkisins. Kristján Ásmundsson skólameistari bauð gesti velkomna og ræddi um tilurð og tilgang Fab Lab smiðjunnar. Vilhjálmur Magnússon forstöðumaður kynnti svo smiðjuna og þau tækifæri sem felast í henni fyrir skóla, atvinnulíf og nýsköpun. Gestir skoðuðu svo aðstöðuna og þáðu veitingar í boði skólans.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lagði til 14 milljónir króna til verkefnisins árið 2023 og mun leggja til þess 4 milljónir á þessu ári.
Við bendum á upplýsingar um Fab Lab Suðurnes, opnunartíma og fleira á Facebook-síðu smiðjunnar.