fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

800. fundargerð stjórnar S.S.S.

Árið 2024, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 10. apríl, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Anton Kristinn Guðmundsson, Björn G. Sæbjörnsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Auðunsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Sverri Auðunsson formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:

 1. Helguvík – Bergvík. Kynning frá Kadeco, Bergný Jóna Sævarsdóttir.
  Sjálfbærnistjóri Kadeco, Bergný Jóna Sævarsdóttir kom á fundinn og kynnti fyrir stjórn uppbyggingaráform um græna iðngarða í Helguvík-Bergvík en þetta er eitt af áhersluverkefnum K64. Verkefnið miðar að því að Kadeco og sveitarfélögin fái verkfæri í hendurnar sem ýtir undir það að koma svæðinu í notkun í takt við áherslur og væntingar sem eru byggðar á grundvelli grænnar hringrásar.

Stjórn S.S.S. þakkar góða og áhugaverða kynningu.

 1. Markaðsstofa Reykjaness, töluleg kynning. Arnar Gísli Hinriksson frá Digido og Þuríður H. Aradóttir Braun frá MR.
  Arnar Gísli og Þuríður fóru yfir markaðsherferð og töluleg gögn er snúa að Markaðsstofu Reykjaness en í máli þeirra kom m.a. fram að Digido hefur unnið með MR s.l. 3 ár. Vefur MR hefur verið styrkur með efnissköpun og hefur hluti hans verið endurskrifaður með fjölda leitaorða í huga.

Á síðustu 18 mánuðum hefur orðið fjórföldun á umferð á vef Visit Reykjanes. Vefurinn er orðinn 23% af stærð vefs blulagoon.is sem er einn af fjölsóttustu vefum landsins. Vefur Visit Reykjanes hefur tekið á móti 1,8 milljóna heimsókna á s.l. tveimur árum. Vefurinn er langsstærsti vefur landshlutanna utan höfuðborgarsvæðisins en næst stærsti vefurinn er northiceland.is með rúmlega 500 þúsund heimsóknir. Undirsíður vefsins þ.e.a.s. fyrirtækjanna sem eru aðilar að Markaðsstofu Reykjaness eru fjölsóttar eða 600 þúsund heimsóknir til fyrrnefndra fyrirtækja.
Stjórn S.S.S. þakkar fyrir afar fróðlega kynningu.

 1. Ársreikningur SSS 2023 – drög.
  Drög að ársreikningi SSS 2023 lögð fram til kynningar. Ársreikningurinn er tilbúinn að mestu leiti en beðið er eftir uppfærslu á lífeyrissjóðsskuldbindingum frá Lífeyrissjóðnum Brú. Hagnaður ársins 2023 er kr. 1.073.226,- eftir afskriftir og fjármagnsgjöld. Það gæti þó tekið breytingum þegar útreikningar frá Brú liggja fyrir. Ársreikningurinn verður undirritaður á næsta fundi stjórnar í maí.
 2. Önnur mál.
  Stjórnin ræddi stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þrjú sveitarfélög undirrituðu viljalýsingu vegna stækkunarinnar s.l. laugardag.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.

Sverrir Auðunsson Björn G. Sæbjörnsson Anton K. Guðmundsson Guðný Birna Guðmundsdóttir Berglind Kristinsdóttir