fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

42. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja

42. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 11. janúar 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Guðmundur Björnsson, Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar K. Ottósson, Gunnar A. Axelsson, Einar Jón Pálsson, Þóra Kristín Klemenzdóttir, Davíð Viðarsson, Kjartan Már Kjartansson, Ingþór Guðmundsson, Laufey Erlendsdóttir, Magnús Stefánsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Forföll boðuðu þeir: Lilja Sigmarsdóttir, Fannar Jónasson, Atli Geir Júlíusson og Björn Ingi Edvardsson.

Gestir fundarins eru þeir Jóhann Ingi Jóhannsson og Svanur Bjarnason frá Vegagerðinni.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

 1. Kynning og samtal – Vegagerðin.
 2. Tvöföldun Reykjanesbrautar.
  Jóhann Ingi fór yfir drög að Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 en ákveðið var að bíða eftir frumdrögum frá sveitarfélögum vegna hugmynda um tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum, að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samstarfshópur hefur verið settur saman frá Kadeco, Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ til að endurskoða valkostagreiningu. Vegagerðin hefur einnig hafið vinnu við mat á umhverfisáhrifum af þessum framkvæmdum. Gera má ráð að umhverfismatið geti tekið allt að 24 mánuðum.
 3. Stofnvegir – Nesvegur.
  Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja leggur áherslu á að Nesvegi verði breytt í stofnveg vegna fyrirhugaðar atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi auk þess sem mikil umferð ferðamanna er um veginn. Vegagerðin fór yfir það hvað þyrfti að gerast til þess að vegurinn yrði stofnvegur.
 4. Almenningssamgöngur.
  Vegagerðin mun horfa frekar afmarkað á almenningssamgöngur í tengslum við K64 þróunaráætlunina en Vegagerðin hefur verið í samstarfi við sveitarfélögin vegna hjóla- og göngustíga milli byggðakjarna á Suðurnesjum.
 5. Hjóla- og göngustígar.
  Vegagerðin og svæðisskipulagsnefndin ræddu stöðu verkefnisins en fyrrnefndir aðilar hafa átt í samstarfi vegna þess.
 • Tölvupóstur dags. 03.10.2023 frá Verkís, v. áforma um nýja gaslögn milli Svartsengis og Auðlindagarðsins. Beiðni um umsögn.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við áform um gaslögn milli Svartsengis og Auðlindagarðsins á Reykjanesi.

 • Beiðni um umsögn um Ásbrú rammahluta – kynning á vinnslustigi, dags. 21.12.2023.

Gunnar K. Ottósson fylgi málinu eftir fyrir hönd Reykjanesbæjar. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við vinnslutillöguna um Ásbrú.

 • Kostnaðarmat við endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja. 

Lögð er fram áætlun um kostnað vegna endurskoðunar á Svæðisskipulagi Suðurnesja. Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður við verkefnið sé kr. 25.155.000,-.

Formanni og ritarar er falið að sækja um mótframlag til Skipulagsstofnunar en kostnaður við gerð svæðisskipulags greiðist til helminga af hlutaðeigandi sveitarfélögum og Skipulagssjóði.

 • Önnur mál.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:15.