fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Til hamingju styrkhafar

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til 43 menningar- og nýsköpunarverkefna fyrir 53 milljónir króna.

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og óskum þeim góðs gengis með verkefni sín.

Hvað er SSS?

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Suðurnesjum. SSS vinnur að sameiginlegum hagsmunum, styður við atvinnulíf og byggðaþróun og vinnur að verkefnum sem styrkja svæðið í heild.

Markmiðið er að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja öfluga þátttöku sveitarfélaganna í málefnum sem varða svæðið allt.

Nánar

Gagnatorg Suðurnesja

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur sett upp Gagnatorg fyrir Suðurnes þar sem nálgast má áhugaverðar tölur og gögn um svæðið.

Gagnatorg

Eldey frumkvöðlasetur

Eldey frumkvöðlasetur hefur opnað á ný að Keilisbraut 773 á Ásbrú en þar býðst glæsileg vinnuaðstaða með aðgangi að fundarherbergjum, kaffistofu og neti.

Þeir sem vinna að nýsköpunarhugmyndum á frumstigi geta sótt um aðstöðu en frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri dagny@heklan.is

Sækja um

Sveitarfélög

Á svæðinu búa um 30.000 manns og fer þeim sífellt fjölgandi

Góðar sögur – hlaðvarp