fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hlutverk Fab lab í nútímasamfélagi

Fablab Suðurnesja opnaði á dögunum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en það býður upp á óendalega möguleika í stafrænum lausnum fyrir skapandi fólk.
Af því tilefni mun nýr verkefnastjóri Vilhjálmur Magnússon segja okkur frá hlutverki Fablab í nútímasamfélagi á hádegiserindi 10. maí kl. 12 – 13:00. Erindið verður á netinu og þurfa þátttakendur að skrá sig.

Vilhjálmur starfaði áður sem forstöðumaður Vöruhússins á Hornafirði (Nýsköpunar, list- og verkgreinahúss) og var hann stjórnarmaður Nýheima þekkingarseturs. Sem forstöðumaður vann Vilhjálmur að mörgum mismunandi verkefnum, eins og reksturs Fab Lab smiðju Hornafjarðar, þjálfun kennara, aðstoð við frumkvöðla og mótun nýsköpunarumhverfis á Suðausturlandi. Ásamt því að starfa í skapandi greinum hafa áhugamálin einnig legið í þá átt. Vilhjálmur er tónlistarmaður, hefur starfað í ballsveitum, blússveitum og tekið þátt í rekstri Norðurljósablúshátíðarinnar. Vilhjálmur kom á fót tónlistarhátíðinni Vírdós sem er tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra. Árið 2021 tók Vilhjálmur við Hvatningarverðlaunum íslensku menntaverðlaunanna fyrir störf sín í Vöruhúsinu og Fab Lab Smiðju Hornafjarðar.

Vinsamlegast skráðu fullt nafn
Vinsamlegast skráðu netfang