Ráðherra fundaði með landshlutasamtökum sveitarfélaga
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fundaði með innviðaráðherra, formönnum og framkvæmdastjórum frá öllum landshlutasamtökum s.l. fimmtudag. Fundurinn var haldinn að ósk landshlutasamtakanna en markmið hans var að kynna landshlutasamtökin, hlutverk og verkefni þeirra fyrir ráðherra. Jafnframt óskuðu þau eftir því að fá sýn ráðherra á byggðaþróun í landinu. Landshlutasamtökin lögðu auk þess áherslu á mikilvægi Sóknaráætlana og Byggðaáætlunar en að þeirra áliti eru þessar tvær áætlanir valdeflandi fyrir landshlutanna.
Fyrir fundinn með innviðaráðherra hittust landshlutarnir á vinnufundi í húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni og var þessi mynd tekin við það tækifæri.