fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

49. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.

49. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 24. október 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Gunnar K. Ottósson, Lilja Sigmarsdóttir, Elísabet Bjarnadóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Hera Harðardóttir, Guðmundur Björnsson, Björn Edvardsson og Eysteinn Eyjólfsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins eru Stefán Gunnar Thors og Herdís Sigurgrímsdóttir frá VSÓ og Anna Sóley Þorsteinsdóttir frá Kanon.

Forföll boðuðu þeir: Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson og Gunnar Axel Axelsson, Jón B. Einarsson og Davíð Viðarsson.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

  1. Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja 2024-2040

Ráðgjafar kynntu uppfærð drög að svæðisskipulagstillögu ásamt helstu umhverfisáhrifum tillögunnar. Umræða um auðlindir, atvinnu, skógrækt, skipulagsákvæði, mannfjöldaspá, aðgerðir á ábyrgð svæðisskipulagsnefndar og kynningarmál. Ráðgjafar munu uppfæra drög í samræmi við ábendingar svæðisskipulagsnefndar.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir að kynna uppfærð drög að tillögu um Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040 í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga 123/2010.  Ritara svæðisskipulagsnefndar falið að senda fyrirliggjandi skipulagsgögn í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Svæðisskipulagsnefnd leggur til að kynningartíminn verði 10 vikur og að kynningarfundur verði haldinn í janúar 2025.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:20.