Sjálfbærnivika
Hugmynd um sjálfbærniviku í Reykjanes jarðvangi varð til í UNESCO skóla teyminu sem samanstendur af fulltrúum frá Suðurnesjavettvangi, GeoCamp Iceland og Reykjanes UNESCO Global Geopark.
Vikan 25. september – 1. október varð fyrir valinu því þannig hefst sjálfbærnivikan á alþjóðlegum fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þann 25. September og fær þannig mjög sýnilega byrjun, því flestir skólar og mörg fyrirtæki innan Reykjanes jarðvangs eiga slíkan fána og munu draga hann að húni þennan dag.
Markmiðið með hugmyndinni er að vekja athygli á ýmsu sem auðvelt er að breyta til þess að auka sjálfbærni í daglegu lífi okkar allra.
Ætlunin er að þessi viðburður verði árlegur, en til að byrja með þá er stefnan sett á að ná skólunum og unga fólkinu með okkur í þessa vegferð en reyna svo að bæta fleiri þátttakendum við eftir því sem verkefninu vindur fram. Planið er að fá sem flesta aðila, skóla, sveitarfélög og fyrirtæki hér á svæðinu með okkur í lið og þannig auka þekkingu íbúa á sjálfbærum tækifærum.
Sjálfbærni í daglegu lífi

Hvað er sjálfbærni?

Hringrásarhagkerfið

Matur og matarsóun

Sorp og flokkun

Auðlindir og orkulæsi
