fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Hvað er sjálfbærni?

Hvað er sjálfbærni?

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

– Gro Harlem Brundtland

Til eru margar skilgreiningar á sjálfbærni en í grunninn snýst sjálfbærni um að allir jarðarbúar, óháð því hvar og hvenær þeir eru fæddir, geti mætt sínum þörfum (t.d. hreint vatn, matur, húsaskjól, menntun og heilbrigðisþjónusta) án þess að ganga svo nærri auðlindum og lífríki jarðar að komandi kynslóðir geti ekki mætt þörfum sínum. (Landvernd)

Sjálfbær þróun er skilgreind sem „þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum“. Þessi skilgreining leggur áherslu á fleira en umhverfisþætti og segir þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar vera; samfélag, efnahag og náttúru. Þessar stoðir tengjast allar innbyrðis og ef ein stoðin veikist eiga þær allar á hættu að falla. (HÍ-Hvað er sjálfbærni?

Náttúra og umhverfi eru vissulega undirstaða þess að við getum verið sjálfbær enda setur náttúran umsvifum okkar mannfólksins mjög ákveðnar skorður, bæði í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Sjálfbærni er þrátt fyrir það mun víðfeðmara hugtak en að það snúist einungis um náttúru og umhverfi. Hugtakið snertir heilsu og vellíðan, félagslegt réttlæti, menningarmál og efnahagslíf. Sjálfbær þróun leggur áherslu á mikilvægi heildarsýnar og langtímahugsunar – ekki skammtímalausnir og gróða.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Þá fela þau einnig í sér fimm meginþemu sem eru mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf. (Félag sameinuðu þjóðanna

En hvað getum við sjálf gert til að auka sjálfbærni í okkar daglega lífi, jafnvel á einfaldan og auðveldan hátt? Hér á þessari síðu má finna fjölmörg atriði sem við íbúar í Reykjanes jarðvangi getum lært af og tekið lítil skref til sjálfbærari hversdagslífs.

Nægjusemi

Nægjusemi getur verið ein leiðin í átt að aukinni sjálfbærni. Nægjusemi getur verið mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað. 

Nægjusemi er:

  • Jákvæð – Þau sem lifa nægjusömu lífi fá sjaldan þá til­finn­ingu að þau skorti eitt­hvað, því nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta.
  • Auðveld – Við njótum lífs­ins núna og eyðum ekki orku í að hugsa um að allt verði betra þegar við náum að eign­ast ákveðna hluti í fram­tíð­inni.
  • Valdeflandi – Nægju­semi er eitt af því öfl­ug­asta sem við sem ein­stak­lingar geta gert til þess að minnka vistsporið okkar.
  • Nauðsynleg – Við göngum minna á nátt­úr­una og á rétt núver­andi og kom­andi kyn­slóða á góðu lifi.

Kynntu þér áskorunina “Nægjusamur nóvember” hjá Landvernd