814. fundur stjórnar S.S.S.
Árið 2025, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 13. ágúst, kl. 8:00 í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Björn Sæbjörnsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Jónína Magnúsdóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Tilkynning um stjórn MR – umboð vegna almennra bankaviðskipta.
Stjórn S.S.S. er jafnframt stjórn Markaðsstofu Reykjaness. Stjórn M.R. skipuð eftirfarandi:
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður
Jónína Magnúsdóttir, varaformaður
Björn G. Sæbjörnsson, ritari
Ásrún Helga Kristinsdóttir, meðstjórnandi.
Stjórn M.R. veitir framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum Berglindi Kristinsdóttur fullt umboð til almennra bankaviðskipta f.h. félagsins.
- Ársreikningur Markaðsstofu Reykjaness 2024.
Kristján Ragnarsson endurskoðandi fór yfir ársreikninginn. Ársreikningur Markaðsstofu Reykjaness 2024 samþykktur samhljóða. - Bréf dags 05.06.2025 frá vinum íslenskar náttúru.
Lagt fram til kynningar. - Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja – Suðurnesjabær.
Stjórn S.S.S. staðfestir tilnefningu Suðurnesjabæjar í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóð Suðurnesja.
Aðalmenn Suðurnesjabæjar eru eftirfarandi:
• Hlynur Þór Valsson
• Særún Rósa Ástþórsdóttir
Varamenn eru:
• Jónína Magnúsdóttir
• Magni Freyr Guðmundsson - Fjárhagsáætlun 2026.
Stjórnin ræddi forsendur fjárhagsáætlunar 2026. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður stjórnar. - Aðalfundur S.S.S. 2025.
Aðalfundur S.S.S. verður haldinn laugardaginn 4.október. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Formaður stjórnar lagði fram ósk frá Reykjanesbæ um breytingar á samþykktum S.S.S., sem fela í sér að Reykjanesbær gegni alltaf formennsku.
- Önnur mál.
Samráðsfundur með innviðaráðaherra verður haldinn á Suðurnesjum, mánudaginn 18. ágúst, kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Park Inn, by Radisson og er opinn öllum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Jónína Magnúsdóttir Ásrún H. Kristinsdóttir
Björn Sæbjörnsson Berglind Kristinsdóttir