Nýsköpun og gervigreind til að bæta stafræna þjónustu
-
Dagsetning
11. nóvember, 2025
-
Tími
09:00 - 13:00
Þekkingarsetur Suðurnesja mun halda vinnustofu í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week þriðjudaginn 11. nóvember frá 9 – 13 þar sem farið verður yfir hvernig nýsköpun og gervigreind geta bætt stafræna þjónustu.
Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig má styrkja og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu. Gefin verða hagnýt ráð um hvernig nýta má takmarkað fjármagn til að hámarka árangur þar á meðal notkun einfaldra gervigreindartóla til að spara tíma og auka skilvirkni.
Vinnustofan er öllum opin en skrá þarf þátttöku á vinnustofuna hér.