Ferðaþjónusta og náttúruvá á Reykjanesi
Ferðaþjónusta og náttúruvá á Reykjanesi: þróun, uppbygging og upplýsingamiðlun
Sóknaráætlun 2025-2027

Markmið verkefnisins er að tryggja örugga, sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu á Reykjanesi þrátt fyrir náttúruvá, með skýrum ferlum fyrir upplýsingamiðlun og uppbyggingu áfangastaðarins, hvort sem eldgos eru virk eða ekki.
Reykjanes er einstakt svæði með lifandi jarðfræði og umbroti sem hefur veruleg áhrif á ferðaþjónustu. Verkefnið miðar að því að tryggja örugga og skýrátta upplýsingamiðlun bæði þegar gos er hafið og á milli gosa. Jafnframt er markmiðið að skapa skýrar forsendur fyrir uppbyggingu svæðisins með tilliti til sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu. Mikilvægt er að tryggja samvinnu hagsmunaaðila, bæði um skammtímaviðbrögð og langtíma uppbyggingu. Verkefnið mun fela í sér uppsetningu skýrra ferla fyrir upplýsingagjöf, skipulag á uppbyggingu áningarstaða og samvinnu í krísuástandi. Þetta nánar til stafrænna lausna fyrir upplýsingamiðlun, skipulag kynningarstarfs og stefnumótunar um nærandi ferðaþjónustu.
Samstarfsaðilar
Sveitarfélög á Suðurnesjum, Reykjanes Geopark, Safetravel, Ferðamálastofa, Ferðaþjónustuaðilar, Veðurstofan, Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslan, Neyðarlína og almannavarnir.
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Reykjaness