fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Fræðsla í Reykjanes Geopark

Sóknaráætlun 2025-2027

Markmið verkefnisins er að efla og styðja við fræðslu um jarðfræði, náttúru og sjálfbærni á Reykjanesi með markvissum aðgerðum fyrir kennara, skólafólk og almenning. Auka þekkingu kennara og skólafólks á jarðfræði, sjálfbærni og náttúru Reykjaness, sem leiðir til betri menntunar og meðvitundar um umhverfismál meðal nemenda.

Verkefnið miðar að því að styrkja fræðslustarf Reykjanes Geopark með áherslu á útikennslu, vísindalæsi og sjálfbærni. Það felur í sér reglulegar vettvangsferðir fyrir kennara, fyrirlestra og fræðslukvöld fyrir skólafólk, sem og stærri ráðstefnur og vinnustofur. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að auka þekkingu á jarðfræði, náttúru, sögu, sjálfbærni og orkunýtingu á svæðinu.

Vettvangsferðir fyrir kennara:

Skipulagðar ferðir fyrir kennara um svæðið:
Til að bæta þekkingu á svæðinu og eflingu á innihaldi kennslu. Ferðirnar verða á áhugaverða náttúrustaði á Reykjanesi, með áherslu á útikennslu í jarðfræði, líffræði, orkunýtingu o.fl.

  • Til að efla tengslanet og samstarf aðila á svæðinu. Ferðir til mögulegra samstarfsaðila á svæðinu með tilliti til miðlunar, nýsköpunar, atvinnulífs, sjálfbærni og tækifæri til þróunar í þekkingarmiðlun, fræðslu og kennslu.

Fræðsla og fyrirlestraröð:

Reglulegir fræðsluhittingar fyrir skólafólk yfir skólaárið til að efla samstarf, kennsluhætti og miðlun.
Dæmi um efni: Jarðfræði á mannamáli, UNESCO skólar og heimsmarkmiðin, vísindalæsi, skapandi kennsluaðferðir.
Kostnaður: Húsnæði, fyrirlesarar, veitingar, markaðssetning.

Ráðstefnur, málþing og vinnustofur:

Sækja á svæðið ráðstefnur og fundi sem styðja við eflingu fræðslu og kennslu á svæðinu. Kortleggja ráðstefnur og fundi innanlands og erlendis og stuðla að fræðsluferðum út fyrir svæðið sem efla kennslu á svæðinu. Meðal ráðstefna til inn á svæðið:

  • Ráðstefna um náttúruvísindamenntun á Íslandi (mars 2025).
  • STEM/STEAM ráðstefna og vinnubúðir fyrir skólafólk.

Sameiginlegur vettvangur fræðsluefnis og samstarfs

Á verkefnatímanum verður þróaður vettvangur:

  • Til að styrkja samtal kennara og fræðsluaðila (Facebook, LinkedIn, Teams eða sambærilegt)
  • Til að miðla verkefnum og verkfærum sem verða til á tímanum (t.d. vefsíða jarðvangsins)

Samstarfsnet kennara og Reykjanes jarðvangs

Á verkefnatímanum verður skapaður samstarfsvettvangur kennara, fræðsluaðila og Reykjanes jarðvangs:

  • Til að efla tengslanet og samstarf aðila á svæðinu
  • Til að efla vitneskju almennings á Reykjanes jarðvangi og fjölga tækifærum til samstarfs og þróunar á fræðslu um jarðfræði, náttúru og sjálfbærni á Reykjanesi