fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Efling fræðslustarfs RGP

Að skilgreina og virkja fræðsluhlutverk Reykjanes Geopark og koma á virku samstarfi við skóla á svæðinu og efla fræðslu innan þeirra. Stofna samstarfsvettvang fræðsluaðila á Reykjanesi. Einnig að innleiða UNESCO-skólaverkefnið í alla skóla á Reykjanesi. Ásamt því að auka þátttöku í erlendum samstarfsverkefnum í gegnum netverk Reykjanes Geopark og tengdra aðila.

Verkefnið snýr að því að efla og skilgreina fræðsluhlutverk Reykjanes Geopark gagnvart mennta- og fræðslustofnunum og íbúum á svæðinu. Með því að stofna samstarfsvettvang fræðsluaðila innan jarðvangsins er okkur kleift að kortleggja þau tækifæri sem felast í t.d. erlendu samstarfi í fræðsluverkefnum, samstarfsverkefni milli skóla á Reykjanesi ofl. Einnig að efla fræðslu um Reykjanes Geopark, tengja skólabörn við sitt nærumhverfi, efla náttúrulæsi og umhverfisvitund svo eitthvað sé nefnt. Verkefni snýr einnig að því að undirbúa og kynna UNESCO-Skóla fyrir öllum skólum innan Reykjanes Geopark með það að markmiði að allir skólar á Reykjanesi gerist UNESCO-skólar.

Lokaafurð verkefnis er að allir leik-, grunn- og framhaldsskólar á Reykjanesi gerist UNESCO-skólar. Sem saman vinni að því í samvinnu við Reykjanes Geopark og tengda aðila að aukinni staðarvitund og þekkingu og virðingu skólabarna á sínu nærumhverfi. Öflugt samstarfsnetverk skóla og fræðslustofnanna í Reykjanes Geopark.

Heildarkostnaður verkefnis er kr. 5.000.000,- á ári og er verkefnið til tveggja ára.