fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Efling samstarfs við fyrirtæki

Markmið verkefnisins er að byggja upp sterkari tengsl og virkara samtal milli atvinnulífs og sveitarfélaga á Suðurnesjum og stofnana SSS.

Með verkefninu eru sett upp netvinnusofa og upplýsinga- og kynningarfunda yfir árið til að auka samstarf og samtal í verkefnum sem miða að því að styrkja atvinnulíf, efla tengslanet og skapa tækifæri til að vinna að vöruþróun og nýsköpun til virðisauka fyrir fyrirtækin, sveitarfélögin og áfangastaðinn.


Verkefnið miðar að því að efla tengslanet og samvinnu fyrirtækja í allri virðiskeðju framleiðslu- og þjónustufyrirtækja á svæðinu og styðja þau í þeirri vegferð í eflingu gæða, vöruþróun og nýsköpun. Með verkefninu verður unnið að því að setja upp stefnu og áherslur fyrir atvinnulíf á svæðinu og setja upp hugmyndaþorp samstarfsverkefna sem fyirtæki, sveitarfélög og stofnanir vilja vinna að í sameiningu.

Lokaafurð í lok árs:
• verður til stefna um þróun atvinnulífs eða listi áhersluverkefna fyrir atvinnulíf á svæðinu.
• Skýrsla um niðurstöður verkefnisins, funda og fyrirtækjaheimsókna með tillögum um næstu skref.
• Listi yfir hugmyndir að samstarfsverkefnum og fjármögnunarleiðir.

Heildarkostnaður er kr. 500.000,- á árinu 2024.