fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Greining atvinnusóknar

Sóknaráætlun 2025-2026

Að stuðla að fjölbreyttum og vel launuðum störfum nærri heimabyggð með því að greina atvinnusókn á Suðurnesjum til og frá höfuðborgarsvæðinu m.t. menntunar, starfsgerða og launa.

Verkefnið styður við efnahagslega sjálfbærni með því að efla Suðurnes sem traust búsetu- og atvinnusvæði sem laðar að fjárfestingar og atvinnu.

Samkvæmt upplýsingum frá 2018 sóttu 17% íbúa Suðurnesja vinnu á höfuðborgarsvæðið.

Þetta hlutfall gæti hafa breyst síðan þá, en það gefur okkur ágæta vísbendingu um vinnuferðir á milli svæðanna. Hins vegar eru takmarkaðar upplýsingar um fjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á Suðurnes.

Slík greining er nauðsynleg forsenda þess að beita megi hagrænum hvötum við þróun atvinnusóknarsvæða.

Áreiðanlegar og réttar upplýsingar um vinnusóknarsvæði eru einnig undirstaða stefnumótunar og þróunar á heildstæðu samgöngukerfi sem mætir þörfum almennings og atvinnulífs. Þá styður það við óstaðsett störf og störf nærri heimabyggð og minnkar álag á Reykjanesbraut, lífæð landsins sem er í dag hættulegasti þjóðvegur landsins.

Skólasókn utan svæðis verði jafnframt könnuð þ.e. framhaldsskóla og sérnám.