fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Mælaborð

Sóknaráætlun 2025-2026

Setja fram á einum stað mælaborð með upplýsingum um lýðfræði íbúa á Suðurnesjum. Markmið er að hafa réttar upplýsingar um íbúa svæðisins svo hægt sé að taka sem réttastar ákvarðanir þegar kemur að áætlunargerð fyrir Suðurnesin.

Í samfélagsgreiningunni má sjá samfélagsþróun Suðurnesja tíu ár aftur í tímann. Greiningin snýr að víðtækri íbúagreiningu út frá uppruna, fjölskyldugerð og -stærð, tekjutegundum (launatekjur, fjárhagsaðstoð, bætur frá Tryggingastofnun, atvinnuleysisbætur), menntunarstöðu og búsetutíma á svæðinu. 

Samfélagsgreiningin er sett fram í PowerBi-skýrslu og birt á vef S.S.S og aðildarsveitarfélaga.