fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Farsæld barna á Suðurnesjum- hvernig líður börnunum okkar?

Farsældarráð Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til opins málfundar í Stapa fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13 – 16 þar sem kynntar verða nýjar tölur og gögn er varpa ljósi á stöðu barna í landshlutanum.

Dagskrá
13:00–13:05 | Setning málþings
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældarráðs Suðurnesja, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

13:05–13:20 | Farsældarráð: Ný nálgun í samstarfi í þágu barna
Svandís Ingimundardóttir, fyrrverandi sérfræðingur, mennta- og barnamálaráðuneyti.

13:20–14:00 | Staða barna á Suðurnesjum: hvað segja gögnin?
Ragný Þóra Guðjohnsen, faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

14:00–14:15 | Hvernig er að vera ungmenni á Suðurnesjum?
Fulltrúar ungmennaráðs Suðurnesja

14:15-14:30 Kaffihlé

14:30–14:45 | Innsýn og áherslur lögreglunnar á Suðurnesjum
Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, Lögreglan á Suðurnesjum

14:45–15:15 | Niðurstöður lýðheilsuvísa Suðurnesja 2025
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu, Landlæknisembættið

15:15–15:45 | Farsældarráð: Frá þekkingu til aðgerða
Panelumræður

15:45–16:00 | Samantekt og næstu skref
Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastjóri farsældar hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum

Þetta er tækifæri til að fá heildstæða mynd af stöðu barna í okkar samfélagi og taka þátt í mikilvægri umræðu um framtíðina.

Kaffi og meðlæti í boði.