Daníel Einarsson
Verkefnastjóri
Hafa samband
Daníel er jarðfræðingur og hefur lokið prófi í sjálfbærum orkuvísindum frá Háskólanum í Reykjavík. Þannig er samspil náttúru og manna honum hugleikin hvað varðar nýtingu auðlinda og má þar nefna sjálfbæra ferðaþjónustu og verndun náttúrunnar. Hann hefur mikla reynslu af störfum með æskulýð landsins og vill efla áhuga ungmenna og barna á náttúrunni og umhverfinu í gegnum Reykjanes Geopark. Daníel er einlægur áhugamaður um matreiðslu og vín og veit fátt betra en að standa úti í miðri á að renna fyrir silung, fyrir utan að skella sér á gönguskíðin eða hjóla í fallegri náttúru.