Þuríður Aradóttir Braun
Verkefnastjóri
Hafa samband
Þuríður er fædd og uppalin í Öræfasveit umvafin sauðfé og ferðamönnum. Áhugi á ferðaþjónustunni er því rótgróinn og vegna þessa ákvað hún að sækja sér frekari menntun á þessu sviði í höfuðborginni. Að því loknu hóf hún störf hjá sveitarfélaginu Rangárþingi eystra sem markaðs- og kynningarfulltrúi og bjó þar í um áratug. Það er öllum hollt að leita sér frekari þekkingar og því tók hún diplóma í markaðssamskiptum og almannatengslum í Háskólanum í Reykjavík og MBA í stjórnun árið 2014. Þuríður hefur unnið hjá Markaðsstofu Reykjaness frá árinu 2013.