fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Gervigreind og nýsköpun í Hljómahöll

Fablab Suðurns stóð fyrir vel heppnaðri ráðstefnu um Gervigreind og nýsköpun í Hljómahöll sl. föstudag en þar var fjallað um áskoranir og tækifæri AI og sjáfvirkni til framtíðar.

Þau sem héltu erindi voru Kristinn R. Þórisson prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík, Ásdís Ólafsdóttir sustainability Manager hjá AtNorth, SNezhina Duevska sérfræðingur hjá Nora.ai, Lilja Magnúsdóttir deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku, Tryggvi Stefánsson framkvæmdastjóri Algalíf, Unnur Kolka Leifsdóttir og Nílsína Larsen frá Svepparíkinu og Justina Vanhalst verkefnastjóri hjá Grænum iðngörðum.

Fundarstjóri og skipuleggjandi var Vilhjálmur Magnússon verkefnisstjóri Fab Lab Suðurnes en að lokum tóku fyrirlesarar þátt í hringborðsumræðum og svöruðu spurningum gesta.

Ráðstefnan var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og tók Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum þátt í skipulagningu hennar.