Matur – framleiðsla í smáum stíl
Smiðja Farskólans í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla bjóða upp á öflugt nám í vetur undir yfirskriftinni: Matur – framleiðsla í smáum stil en skráningu lýkur 14. desember 2025.
Farið verður yfir allt frá rekstri, gervigreind og markaðsmálum yfir í sjálfbærni og vöruþróun. Námið er 160 klukkustundir; þar af 88 stundir með leiðbeinanda og 72 stundir án leiðbeinanda (sjálfstæð vinna við stefnumótun og markaðsáætlun).
Námið er fjárnám og ein staðarlota á Akureyri.
Námstími
13. janúar til – 17. apríl 2026.
Skráning hér – skráningarfrestur til og með 14. desember 2025.
Markmið
Markmið smiðjunnar er að líta fram á við og móta stefnu til framtíðar. Auka færni framleiðenda í rekstri, nýsköpun og sjálfbærni. Farið er í grunnþætti rekstrar, hagræðingar, stefnumótunar og áætlanagerðar. Þátttakendur öðlist færni í samningatækni, sölutækni og samskiptum. Farið er í þætti sem snúa að markaðssetningu, s.s. greiningu markaðar, öflun viðskiptavina og viðskiptavinatengsla.
Fyrirkomulag
Námið er blanda af fyrirlestrum, verkefnavinnu, vettvangsferð og staðlotu.
Kennt verður tvisvar í viku á Zoom, á þriðjudögum kl. 17:30-20:00 og fimmtudögum kl. 9:30-12:00, ásamt tveimur laugardögum, 7. febrúar og 7. mars kl. 9:30 – 15:30.
Staðlotan er dagana 16. og 17. apríl á Akureyri.
Engin próf eru í náminu, en lögð er áhersla á verkefnavinnu, hópavinnu og umræður.
Hægt verður að hlusta á upptökur eftir á, en þá þarf að skila inn ígrundun um efni tímans.
Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 8 eininga á framhaldsskólastigi.
Námsmat
Verkefnaskil og virk þátttaka. 80% mætingarskylda.
Verð
52.000 kr. – hægt að sækja um starfsmenntastyrki.
Nánari upplýsingar
Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnisstjóri, á tota@farskolinn.is eða 863-6355.