fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

PHOENIX 4.0 – Sjálfbærni, stafræn þekking og seigla ferðaþjónustunnar

Íslenski ferðaklasinn hefur opnað fyrir umsóknir í PHOENIX 4.0, styrkjaverkefni sem styður samstarfsverkefni í ferðaþjónustu. Verkefnið veitir allt að 25.000 evrur í styrk, án mótframlags, til verkefna sem bæta rekstur, seiglu og sjálfbærni.

PHOENIX 4.0 er alþjóðlegt verkefni sem styður lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki (SME) með aðgangi að fjármagni, sérfræðiaðstoð og þekkingu. Markmiðið er að efla samstarf sem skilar raunhæfum lausnum fyrir ferðaþjónustu sem stendur frammi fyrir síbreytilegum áskorunum – hvort sem um er að ræða sjálfbærni, stafræna umbreytingu eða aukna þörf fyrir seiglu og nýsköpun.

Hvers konar verkefni eru styrkt?

Í gegnum PHOENIX 4.0 geta fyrirtæki sótt um styrki til samstarfsverkefna. Verkefnin geta annað hvort byggst á samstarfi ferðaþjónustuaðila eingöngu eða farið þvert á ólíka geira, þar sem tækifæri skapast til að þróa samþættar lausnir með þátttöku sérfræðinga og ólíkra aðila.

Verkefnið er hluti af svokallaðri Alliance Initiative innan Evrópusambandsins, þar sem áhersla er lögð á samstarf, nýsköpun og innleiðingu lausna sem nýtast í framkvæmd og hafa skýr áhrif á rekstur og þróun.

Hver getur sótt um?

Umsóknir standa til boða fyrir lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki (SME) frá eftirfarandi löndum og svæðum: Frakklandi, Íslandi, Slóveníu, Spáni, Kósóvó og Dubrovnik (Króatíu).

Samstarfsaðilar geta verið önnur ferðaþjónustufyrirtæki, en einnig stofnanir, samtök, hönnunarfyrirtæki, tæknifyrirtæki, aðilar sem bjóða sjálfbærnilausnir og aðrir sem geta styrkt verkefnið í framkvæmd.

Hvernig verkefni eru studd?

Verkefnin þurfa að byggja á samstarfi 2–5 aðila (1 leiðandi umsækjandi og 1–4 samstarfsaðilar). Lögð er áhersla á að sterkari lausnir og meiri áhrif skapist þegar ólík þekking og reynsla tvinnast saman í markvissu þróunarferli.

Áherslu- og þemaverkefni

Verkefnin eiga að taka á mikilvægum áskorunum í ferðaþjónustu, meðal annars á sviðum:

  • Sjálfbærni
  • Stafræn umbreyting
  • Aðgengi
  • Áhættustjórnun
  • Markaðsþróun og útvíkkun á mörkuðum

Fjárhagslegur stuðningur

PHOENIX 4.0 veitir styrki sem skapa raunverulegt svigrúm fyrir fyrirtæki til að prófa hugmyndir, þróa lausnir og innleiða breytingar.

  • Styrkur á hvert verkefni: €25.000 (um 4 millj. kr.)
  • Um 45 samstarfsverkefni verða studd í heild
  • Engin krafa um mótframlag
  • Styrkurinn er 100% (greiddur eftir framvindu)
  • Verkefnalengd: yfirleitt 9 mánuðir
  • Áætlað verkefnatímabil: júlí 2026 til mars 2027

Umsóknarferlið

Umsóknarferlið skiptist í þrjú meginskref:

Skráning og hæfismat
Skil tæknilegrar umsóknar (með fjárhagsáætlun og samstarfssamningi)
Kynning verkefna á Demo Day (rafræn kynning á lands- eða svæðisvísu)

Verkefnin eru metin af óháðum sérfræðingum með tilliti til gæða, nýsköpunar, samstarfs, sjálfbærni og árangurs.

Frekari upplýsingar má finna hér.