fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Sjálfbærnivika

Hugmynd um sjálfbærniviku í Reykjanes jarðvangi varð til í UNESCO skóla teyminu sem samanstendur af fulltrúum frá Suðurnesjavettvangi, GeoCamp Iceland og Reykjanes UNESCO Global Geopark. 

Vikan 25. september – 1. október varð fyrir valinu því þannig hefst sjálfbærnivikan á alþjóðlegum fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þann 25. September og fær þannig mjög sýnilega byrjun, því flestir skólar og mörg fyrirtæki innan Reykjanes jarðvangs eiga slíkan fána og munu draga hann að húni þennan dag. 

Markmiðið með hugmyndinni er að vekja athygli á ýmsu sem auðvelt er að breyta til þess að auka sjálfbærni í daglegu lífi okkar allra

Ætlunin er að þessi viðburður verði árlegur, en til að byrja með þá er stefnan sett á að ná skólunum og unga fólkinu með okkur í þessa vegferð en reyna svo að bæta fleiri þátttakendum við eftir því sem verkefninu vindur fram. Planið er að fá sem flesta aðila, skóla, sveitarfélög og fyrirtæki hér á svæðinu með okkur í lið og þannig auka þekkingu íbúa á sjálfbærum tækifærum.

Sjálfbærni í daglegu lífi

Hvað er sjálfbærni?

Hvað er sjálfbærni? Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. – Gro […]

Hringrásarhagkerfið

Hringrásarhagkerfið Mannfólki fylgir mikil neysla og oft mikið rusl eða dót sem fólk er hætt að nota.  Markmiðið með hringrásarhagkerfi er að draga úr notkun […]

Matur og matarsóun

Matur og matarsóun Matur og sjálfbærni tengjast órjúfanlegum böndum. Mataröryggi okkar Íslendinga byggir mjög mikið á því að við séum eins sjálfbær og mögulegt er […]

Sorp og flokkun

Sorp og flokkun Þegar minnst er á sjálfbærni eru fyrstu hughrif oft eitthvað sem tengist rusli. Að tína rusl úti í náttúrunni og að flokka […]

Auðlindir og orkulæsi

Auðlindir og orkulæsi Íslendingar eru svo lánsamir að stærstur hluti af bæði rafmagni og heitu vatni í landinu kemur frá endurnýtanlegum orkugjöfum. Að mestu leyti […]

Samgöngur og ferðalög

Samgöngur og ferðalög Samgöngur er stór þáttur þegar kemur að umhverfisvernd. Í Heimsmarkmiði 11 sem snýr að sjálfbærum borgum og samfélögum kemur fram að „eigi […]