fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

14. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

14. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var mánudaginn 30. apríl 2018, kl. 16:00.  Fundarstaður var skrifstofa Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær.

Mætt eru:
Ólafur Þór Ólafsson, Sveinn Valdimarsson, Áshildur Linnet, Fannar Jónasson, Guðmundur Björnsson, Georg E. Friðriksson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Magnús Stefánsson, Ásgeir Eiríksson, Marta Sigurðardóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Kjartan Már Kjartansson, Einar Jón Pálsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Jón Emil Halldórsson, Sigrún Árnadóttir boðuðu forföll.

Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna. 

Dagskrá:

1. Undirritun fundargerðar nr. 13, dags. 22.02.2018.

Fundargerð hafði verið send nefndarmönnum með rafrænum hætti fyrir fundinn.  Var hún samþykkt samhljóða.

2. Sameining Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Erindi dags. 26.01.2018.

Tillögur að breytingum á Starfsreglum fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja – unnar af Sesselju Árnadóttur KPMG.
Stjórn Svæðisskipulag Suðurnesja leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á starfsreglum nefndarinnar 1.mgr. 1.gr. samþykktanna.  Reikniregla verður uppfærð í samræmi við þær breytingar.  Breytingar þarfnast staðfestingar allra sveitarfélag og verður auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

3. Breyting á svæðisskipulagi. Afrit af bréfi dags. 31.01.2018 (til útskýringa).

a) Svarbréf dags. 20.03.2018 frá Reykjanesbæ.
b) Svarbréf dags. 22.03.2018 frá Sandgerðisbæ.
c) Svarbréf dags. 09.02.2018 frá Sveitarfélaginu Garði.
d) Svarbréf dags. 28.02.2018 frá Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar.
e) Tölvupóstur dags. 07.02.2018 frá Grindavíkurbæ.
f) Tölvupóstur dags. 09.02.2018 frá Landhelgisgæslunni.
Allir aðilar Svæðisskipulagsnefndar hafa samþykkt auglýsingu nema Sveitarfélagið Vogar.  Að því gefnu að Sveitarfélagið Vogar samþykki auglýsingu, er ritara og formanni falið að auglýsa kynninguna.

4. Erindi frá Sandgerðisbæ dags. 19.03.2018. Varðar breytingar á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024.

Stjórn Svæðisskipulag Suðurnesjum gerir engar athuga semdir við breytingar á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024.

5. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 02.03.2018. Varðar Vatnsverndarmál á Suðurnesjum.

Svæðisskipulagsnefnda Suðurnesja tekur undir áhyggjur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja vegna vatnsbóla Suðurnesjamanna á Lágum. Samkvæmt upplýsingum frá HS- Orku er vinna hafin við að skoða svæðið sunnan Reykjanesbrautar og austan Grindavíkurvegar til upptöku neysluvatns.  Mikilvægt er að stjórn Svæðisskipulagsnefndar vinni áfram að málinu.

6. Önnur mál.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið
Fundi slitið kl.  16:30.