fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

32. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja

32. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Guðmundur Björnsson, Hera Sól Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón Ben Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Lilja Sigmarsdóttir, Hallfríður G. Hólmgeirsdóttir, Davíð Viðarsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Forföll boðuðu: Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson og Gunnar Axel Axelsson.

Dagskrá:

  • Þróunaráætlun Isavia – kynning Brynjar Vatnsdal.

Fulltrúar Isavia, Brynjar Vatnsdal og Theodóra Þorsteinsdóttir mættu á fundinn og fóru yfir Þróunaráætlun Isavia.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja þakkar góða kynningu.

  • Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa um innviði og loftslagsmál – Stefán Gunnar Thors VSÓ.

Nefndin ræddi kaflann innviði en miklar áskoranir blasa við í þessum málaflokkum. Nefndin sammála um mikilvægi þess að leggjast á árarnar við að koma á breytingum á færslu vega yfir í stofnvegi vegna áforma um atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Jafnframt rætt um að koma á góðu stígakerfi á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þá liggur fyrir að núverandi dreifikerfi ræður ekki við orkuskiptin en mikilvægt er að skoða hvernig hægt er að leysa það. Nefndin ræddi einnig fráveitumál og annað sem snýr að veitum. Umræðum um loftslagsmál frestað til næsta fundar.

  • Tilnefning í vinnuhóp vegna varavatnsbóls á Suðurnesjum – tilnefning frá Grindavíkurbæ.Samkvæmt tölvupósti dagsettum 18.október 2022 er Atli Geir Júlíusson, sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur tilnefndur fyrir hönd Grindavíkurbæjar í vinnuhópinn.
  • Önnur mál.

Lagt er til að næsti fundur verði 5. janúar 2023.

Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:55. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.