33. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
33. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2023, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Guðmundur Björnsson, Hera Sól Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Jón Ben Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson, Einar Jón Pálsson, Lilja Sigmarsdóttir, Davíð Viðarsson, Magnús Stefánsson , Gunnar Axel Axelsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Forföll boðaði: Fannar Jónasson
Dagskrá:
- Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja, vinnustofa Viðfangsefni vinnustofunnar voru tvö:
- Loftslagsmál: Staðan, hvað er verið að gera í sveitarfélögum og aðgerðir (áframhaldandi vinna). Frestað til næsta fundar.
- Innviðir: Raforka og Suðurnesjalína 2.
Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga skýrði frá stöðu mála vegna Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið Vogar fól Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinna úttekt sem verður birt seinna í dag. Í framhaldi fór fram umræða um línulagnir núgildandi Svæðisskipulag Suðurnesja.
- Önnur mál.
Lagt er til að næsti fundur verði 12. janúar 2023, kl. 15:45.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:50. Fundargerð verður undirrituð með rafrænum hætti og verður send fundarmönnum að loknum fundi.