345. fundur S.S.S. 9. desember 1993
Árið 1993 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 9. des. kl. 15.00.
Mætt eru: Drífa Sigfúsdóttir, Sigurður Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Kristján Pálsson, Björgvin Lúthersson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerð B.S. frá 24/11 1993, lögð fram.
2. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. frá 24/11, 29/11, 30/11 og 3/12 1993. Varðandi fundargerð 135. fundar 2. liðar. Málinu frestað. Fundargerðirnar samþykktar að öðru leiti. Jafnframt samþykkir stjórn S.S.S. samning Launanefndar S.S.S. við Vélstjórafélag Suðurnesja dags. 13.7. 1993 og bókun 5 og fylgiskjal I dags. 3/12 1993.
3. Fundargerð FSS frá 14/10 1993. Lögð fram.
4. Samþykkt var breyting á dagskrá. Kjarasamningur milli Launanefndar S.S.S. og Vélstjórafélags Suðurnesja sem var 4. liður á dagskrá var afgreiddur undir 2. lið.
Samþykkt var að undir 4. lið yrði samningur milli Launanefndar og Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða. Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélags Suðurnesja dags. 29. nóvember 1993. Samningurinn staðfestur ásamt bókun I.
5. Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja til 1 árs.
Aðalmaður: Kristján Pálsson
Guðjón Guðmundsson
6. Erindi frá Jóni G. Guðlaugssyni. Kynning á sædýrasafni í Höfnum. Málinu frestað.
7. Bréf dags. 25/11 1993 frá Kristínu Einarsdóttur form. umhverfisnefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um vernd og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Kristjáni Pálssyni falið að koma með drög að umsögn um frumvarpið.
8. Bréf ódags. frá Óskari Guðjónssyni formanni S.F.S.B. Stjórn S.S.S. samþykkir að óska eftir fundi með Óskari Guðjónssyni og Jósep Borgarssyni þar sem fullyrðingar sem fram koma í bréfi formanns S.F.S.B. eiga ekki við rök að styðjast.
9. Bréf dags. 2/12 1993 Kristjáni Pálssyni bæjarstjóra ásamt gögnum (bréf ódags. frá Ósakri Guðjónssyni) sjá 8. lið.
10. Fárhagsáætlun S.S.S. 1994. Málið rætt.
11. Viðræður við A.S. og F.S.S. Lagt fram bréf dags. 4/11 1993 frá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra þar sem hreppsnefnd lýsir yfir stuðningi við fyrirliggjandi drög að samkomulagi milli A.S. og S.S.S. (dags. 19/10 1993) Málið rætt.
12. Sameiginleg mál. Úrdráttur og kafli um Suðurnes um tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skipan sjúkrahúsmála. Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45.