fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

367. fundur SSS 17. nóvember 1994

 Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 17. nóvember kl. 15.00.

Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 8/11 1994 lögð fram.

2. Fundargerð Ferðamálasamtaka Suðurnesja frá 7/11 1994 lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar S.S. frá 10/11 1994 lögð fram.

4. Bréf dags. 10/11 1994 frá Sigríði A. Þórðardóttur form. menntamálanefndar Alþingis ásamt frumvarpi til laga um grunnskóla. Ákveðið að Sigurður Jónsson, Kristbjörn Albertsson og Hallgrímur Bogason leggi fram drög að umsögn um frumvarpið á næsta fundi.

5. Drög að svari við bréfi dags. 26/10 1994 frá Sesselju Árnadóttur lögfræðingi félagsmálaráðuneytisins.  (Framh. frá síðasta fundi). Drögin samþykkt með áorðnum breytingum.

6. Kosning 3 fulltrúa í fræðsluráð Reykjaness og 3 til vara (Framh. frá síðasta fundi.

  Aðalmenn:
 
  Frá Keflavík-Njarðvík Höfnum:  Þordís Þormóðsdóttir
  Frá Gerðahreppi:    Jón Hjálmarsson
  Frá Keflavík-Njarðvík-Höfnum:   Margrét Sanders

  Varamenn:

  Frá Grindavík:    Margrét Gunnarsdóttir
  Frá Vatnsleysustrandarhreppi:  Guðlaugur Atlason
  Frá Keflavík-Njarðvík-Höfnum:  Guðbjörg Ingimundard

7. Fundur um flutning grunnskólans.
Ákveðið að stefna að fundi 12. desember. Framkvæmdastjóra falið  að fá frummælendur á fundinn í samræmi við umræður á  fundinum.

8. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Ákveðið að stjórn S.S.S. muni hefja vinnu við endurskoðun á samstarfi sveitarfélaganna.

9. Sameiginleg mál.

Engin bókuð mál tekin fyrir undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.