fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

47. fundur Svæðisskipulags Suðurnesja

47. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 13. júní 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar K. Ottósson, Einar Jón Pálsson, Hera Harðardóttir, Guðmundur Björnsson, Andri Rúnar Sigurðsson, Kjartan Már Kjartansson, Magnús Stefánsson, Björn Edvardsson, Laufey Erlendsdóttir, Atli Geir Júlíusson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins er Stefán Gunnar Thors og Herdís Sigurgrímsdóttir frá VSÓ.

Forföll boðuðu þeir:  Fannar Jónasson, Lilja Sigmarsdóttir, Davíð Viðarsson og  Gunnar Axel Axelsson,

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

  1. Fundur með Veðurstofu Íslands.

Formaður sagði frá fundi formanns, varaformanns og ritara sem haldinn var með Veðurstofu Íslands. Fulltrúar nefndarinnar fengu góðar ábendingar varandi svæðisskipulagið. Þær fólust m.a. í eftirfarandi atriðum:

2. Greinargerð Svæðisskipulags Suðurnesja – kynning á drögum. Stefán Gunnars Thors.

Stefán Gunnar fór yfir drög að efnisyfirliti Svæðisskipulags Suðurnesja. Honum er  falið að vinna greinargerðina áfram. Formanni og varaformanni falið að rýna greinargerðina að því loknu. Greinargerðin mun verða send nefndinni til yfirlestrar um leið og hún er tilbúin, svo hægt verði að leggja hana fyrir á næsta fundi nefndarinnar þann 15. ágúst.

3. Loftlagsstefna höfuðborgarsvæðisins kynning – Herdís Sigurgrímsdóttir VSÓ.

Herdís kynnti vinnuna sem fór fram við gerð loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Fram kom í máli hennar að hægt væri að gera sambærilega útreikninga fyrir aðra landshluta eins og gert var við útreikning á kolefnisspori höfuðborgarsvæðisins.

Samgöngur væri sennilega stærsti losunarflokkurinn á Suðurnesjum en undir hann falla vegasamgöngur, flug og skipaflutningar. Jafnframt kom fram í máli hennar hvaða losunarflokka sveitarfélögin gætu haft áhrif á. Dæmi um það er málaflokkar eins og innviðir, þjónusta og skipulag.

4. Beiðni um umsögn vegna nýs deiliskipulags fyrir lághitaholur við Vogshól, nr. 0622/2024. https://skipulagsgatt.is/issues/2024/622

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemdir við aðal- og deiliskipulag fyrir lághitaholur við Vogshól.

5. Önnur mál.

Atli Geir Júlíusson sat sinn síðasta fund í nefndinni en hann er að láta af störfum hjá Grindavíkurbæ. Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja þakkar honum fyrir gott samstarf á undanförum árum.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:10.