48. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
48. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 12. september 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Gestur fundarins eru Stefán Gunnar Thors frá VSÓ.
Forföll boðuðu þeir: Guðmundur Björnsson, Magnús Stefánsson, Elísabet Bjarnadóttir, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson og Gunnar Axel Axelsson.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Tölvupóstur dags. 28.06.2024 frá Fannari Jónassyni f.h. Grindavíkurbæjar, tilnefning í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
Á 579. fundi bæjarstjórnar Grindavíkur var eftirfarandi bókun samþykkt.
„Lögð var fram tillag um að Elísabet Bjarnadóttir verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Atla Geirs Júlíssonar“.
2. Vinnslutillaga Svæðisskipulags Suðurnesja – kynning Stefán Gunnar Thors.
Stefán fór yfir drögin. Vinnslutillagan og skýrslan verður uppfærð í samræmi við umræður fundarins. Einnig verður vefsjá uppfærð fyrir kynningu á vinnslutillögu.
3. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, mál 949/2024-, athafna- og hafnarsvæði l1; AT15 og H1. Vinnslulýsing https://skipulagsgatt.is/issues/2024/949 Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, athafna- og hafnarsvæði AT15 og H1.
4. Önnur mál.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:30.