fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

48. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja

48. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 12. september 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar K. Ottósson, Einar Jón Pálsson, Hera Harðardóttir, Andri Rúnar Sigurðsson, Björn Edvardsson, Lilja Sigmarsdóttir, Jón B. Einarsson, Davíð Viðarsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins eru Stefán Gunnar Thors frá VSÓ.

Forföll boðuðu þeir: Guðmundur Björnsson, Magnús Stefánsson, Elísabet Bjarnadóttir, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson og Gunnar Axel Axelsson.

Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  

Dagskrá:

  1. Tölvupóstur dags. 28.06.2024 frá Fannari Jónassyni f.h. Grindavíkurbæjar, tilnefning í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.

Á 579. fundi bæjarstjórnar Grindavíkur var eftirfarandi bókun samþykkt.

„Lögð var fram tillag um að Elísabet Bjarnadóttir verði aðalmaður í Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja í stað Atla Geirs Júlíssonar“.

2. Vinnslutillaga Svæðisskipulags Suðurnesja – kynning Stefán Gunnar Thors.

Stefán fór yfir drögin. Vinnslutillagan og skýrslan verður uppfærð í samræmi við umræður fundarins. Einnig verður vefsjá uppfærð fyrir kynningu á vinnslutillögu.

3. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, mál 949/2024-, athafna- og hafnarsvæði l1; AT15 og H1. Vinnslulýsing https://skipulagsgatt.is/issues/2024/949 Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja gerir ekki athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar, athafna- og hafnarsvæði AT15 og H1.

4. Önnur mál.

Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:30.