49. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
49. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja haldinn fimmtudaginn 24. október 2024, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Gestur fundarins eru Stefán Gunnar Thors og Herdís Sigurgrímsdóttir frá VSÓ og Anna Sóley Þorsteinsdóttir frá Kanon.
Forföll boðuðu þeir: Magnús Stefánsson, Kjartan Már Kjartansson, Fannar Jónasson og Gunnar Axel Axelsson, Jón B. Einarsson og Davíð Viðarsson.
Eysteinn Eyjólfsson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Endurskoðun Svæðisskipulags Suðurnesja 2024-2040
Ráðgjafar kynntu uppfærð drög að svæðisskipulagstillögu ásamt helstu umhverfisáhrifum tillögunnar. Umræða um auðlindir, atvinnu, skógrækt, skipulagsákvæði, mannfjöldaspá, aðgerðir á ábyrgð svæðisskipulagsnefndar og kynningarmál. Ráðgjafar munu uppfæra drög í samræmi við ábendingar svæðisskipulagsnefndar.
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja samþykkir að kynna uppfærð drög að tillögu um Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040 í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga 123/2010. Ritara svæðisskipulagsnefndar falið að senda fyrirliggjandi skipulagsgögn í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Svæðisskipulagsnefnd leggur til að kynningartíminn verði 10 vikur og að kynningarfundur verði haldinn í janúar 2025.
Ekki fleiri mál færð til bókar og fundi slitið kl. 17:20.