fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

496. fundur SSS 6. desember 2001

Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. desember kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Björk Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 28/11 ´01 frá Hjálmari Árnasyni, alþingismanni. Lagt fram.

2. Bréf dags. 28/11 ´01 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um húsnæðismál, 41. mál, matsverð fasteigna. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

3. Bréf dags. 27/11 ´01 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um umgengni um nytjastofna sjávar, 286. mál, brottkast afla. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

4. Bréf dags. 8./11 ´01 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um leigubifreiðar, 167. mál, heildarlög. (afgreiðslu frestað frá tveimur  síðustu fundum). Stjórn S.S.S. mælir með samþykkt frumvarpsins en telur nauðsynlegt að í lögum og/eða reglugerð verði kveðið á um skiptingu gjaldsvæða í landinu.

5. Bréf dags. 3/12 ´01  frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga varðandi kynningu á þróunarsviði Sambands ísl. sveitarfélaga. Lagt fram.

6. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir árið 2002.  Síðari umræða og afgreiðsla.
Tillögur fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnana sveitarfélaganna á Suðurnesjum fyrir 2002 samþykktar til afgreiðslu sveitastjórnanna, jafnframt eru  fundargerðir fjárhagsnefndar 177.-182. fundar samþykktar.

7.   Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni skipulagsmál á Suðurnesjum m.a. um endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja 1987 –2007.  Framkvæmdastjóra falið að rita Skipulagsstofnun bréf þar sem leitað væri álits stofnunarinnar á endurskoðun svæðisskipulagsins og hvort stofnunin styrkti verkefnið.
Einnig var rætt um mörk varnarsvæða og að tilefni væri til að skilgreina þarfir varnarliðs og flugvallarins og í framhaldi af því teknar upp viðræður um endurskoðun á mörkum varnarsvæða.  Leitað verði álits varnarmálaskrifstofu um þessi mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:30