fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

502. fundur 2002 19. ágúst 2002

Árið 2002, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 19. ágúst kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Hallgrímur Bogason, Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Ingvarsson, Óskar Gunnarsson, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 25/7 ´02 frá Reykjanesbæ, ásamt bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, varðandi skipun í stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Málinu frestað.

2. Bréf dags. 18/7 ´02 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, vegna  fjórðungsþings Vestfirðinga. Lagt fram.

3. Bréf dags. 2/8 ´02 frá SSNV, ásamt dagskrá 10. ársþings SSNV. Lagt fram.

4. Bréf dags. 7/8 ´02 frá SSV, vegna aðalfundar SSV. Lagt fram.

5. Bréf dags. 13/8 ´02 frá SSA, ásamt dagskrá aðalfundar SSA. Lagt fram.

6. Bréf dags. 9/7 ´02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. “Nám fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn.” Stjórn  SSS hefur engar sérstakar athugasemdir við erindið.

7. Bréf dags. 30/7 ´02 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. “Ráðgjöf við gerð Staðardagskrár 21.”  Lagt fram.

8. Bréf (afrit) dags. 25/7 ´02 frá Reykjanesbæ. Lagt fram.

9. Aðalfundur S.S.S. árið 2002 (efni fyrirkomulag og fl.) Sjá einnig ályktun aðalfundar 2001. Formanni, varaformanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að undirbúningi fundarins.

10. Sameiginleg mál.
Lögð fram álitsgerð varðandi ákvörðun Starfskjaranefndar Starfsmannafélags Suðurnesja og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum varðandi launamál starfsmanna á Garðvangi. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.25