fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

51. fundur

50. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja haldinn 3. júní 2016 kl. 11:00 á skrifstofum SSS, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ.
Mætt: Kjartan Már Kjartansson, Magnús Stefánsson, Berglind Kristinsdóttir , Björk Guðjónsdóttir, Þuríður Aradóttir, Sigrún Árnadóttir, Ásgeir Eiríksson, Kjartan Eiríksson, Sigrún Ásta Elefsen, Brynhildur Kristjánsdóttir og Dagný Gísladóttir sem ritaði fundargerð.
Fjarverandi voru Róbert Ragnarsson, Kjartan Eiríksson, Guðmundur Pétursson og Eggert Sólberg Jónsson.

Dagskrá:
1. Staða ímyndarverkefnisins – HN.
2. Undirskrift samstarfsstarfssamnings SSS og sveitarfélaganna.
3. Verkefnastaða á Suðurnesjum. ÁB GP.
4. Atvinnuleysistölur.
5. Önnur mál.

1. Mál Staða ímyndarverkefnis – HN
Fulltrúar HN Kristján Hjálmsson og Sváfnir Sigurðarson kynntu stöðu verkefnisins og farið var yfir formlega kynningu þess.

2. Mál Undirskrift samstarfssamnings SSS og sveitarfélaganna um ímyndarverkefni
Skrifað var undir samstarfssamninga sveitarfélaga og SSS vegna ímyndarverkefnis HN og Markaðsstofu Reykjaness.
3. Mál Verkefnastaða á Suðurnesjum.
Kynningu frestað.
4. Mál Atvinnuleysistölur
Atvinnuleysi hefur minnktað töluvert og er heildarfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum 255. Í dag eru 12. 575 manns á vinnumarkaði og miðað við þörf og uppbyggingu á svæðinu er ljóst að störf verða ekki mönnuð. Mikil fækkun var á fjölda atvinnulausra milli febrúar og maí.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Attachments