513. fundur SSS 31. mars 2003
Árið 2003, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánu-daginn 31. mars 2003 kl. 12.00 á Fitjum.
Mætt eru: Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Óskar Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Atvinnuráðgjöf á Suðurnesjum.
Í samræmi við samning við Byggðastofnun um atvinnuráðgjöf skipar stjórn SSS bæjar og sveitarstjóra á Suðurnesjum í atvinnuþróunarráð.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir umsækjendum um starf atvinnuráðgjafa en 31 umsókn barst. Atvinnuþróunarráði falið að koma með tillögu að ráðningu atvinnuráðgjafa við stjórn SSS og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið.
2. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.00