fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

528. fundur SSS 18. mars 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 18. mars kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Böðvar Jónsson, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 18/2 ´04 lögð fram og samþykkt. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála.  4. lið fundargerðarinnar vísað til  fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.

2. Fundargerð Launanefndar S.S.S. frá 19/2 ´04 lögð fram og samþykkt.

3. Bréf dags. 4/3 ‘04 frá Sandgerðisbæ þar sem tilkynnt er að bæjarstjórn hefur staðfest  samþykkt um kattahald ásamt tillögu að gjaldskrá.

4. Bréf dags. 4/3 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði þar sem tilkynnt er að bæjarstjórn hefur staðfest samþykkt um kattahald.

5. Bréf dags. 4/3 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði þar sem bæjarstjórn leggur áherslu á að samráðsfundur um stöðu HSS og öldrunarmála á Suðurnesjum geti farið fram sem fyrst. Lagt fram. Vísað til 24. máls.

6. Bréf (ljósrit) dags. 18/2 ´04 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi samstarf landshlutasamtakanna um vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Lagt fram.

7. Bréf (ljósrit) dags. 4/3 ´04 frá Sveitarfélaginu Garði um málefni Garðvangs.  Lagt fram.

8. Bréf dags. 17/2 ´04 frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Stjórnin samþykkir að verða við erindinu.

9. Bréf dags. 19/2 ´04 frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga varðandi ósk um samstarf um vinnslu tillagna um sameiningarkosti. Stjórn  SSS óskar eftir hugmyndum sveitarfélaganna á Suðurnesjum á því hver sé æskileg sveitarfélagaskipan á svæðinu.

10. Bréf dags. 23/2 ´04 frá Óbyggðanefnd varðandi kynningu óbyggðanefndar á kröfum fjármálaráðherra f.h. íslenska ríkisins um þjóðlendur á Suðvesturlandi. Stjórn SSS felur bæjarstjórn Grindavíkur að gæta hagsmuna Héraðsnefndar Suðurnesja er kynnu að felast í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra frá 29. sept. 1941.

11. Bréf dags. 24/2 ´04 frá ÍsMedía, varðandi styrkbeiðni vegna heimildarmyndar um Reykjanesbraut. Erindinu hafnað.

12. Bréf (símbréf)  dags. 10/12 ´03 frá Fjármálaeftirlitinu þar sem staðfestar eru reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja.

13. Bréf dags. 9/3 ´04 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.  Lagt fram.

14. Bréf ( 3 ljósrit)  dags. 27/2 ´04 frá SSV. Lagt fram.

15. Bréf dags. 23/2 ´04 frá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um málefni aldraðra, 570. mál, hlutverk Framkvæmdasjóðs, samstarfsnefnd o.fl.
Ekki hefur verið haft samráð við sveitarfélögin við undirbúning málsins,  talsverður kostnaður  mun leggjast á sveitarfélögin verði frumvarpið samþykkt og það mun   ekki skerpa verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Stjórnin leggst  því  gegn  samþykkt frumvarpsins.

16. Bréf dags. 24/2 ´04 frá Samgöngunefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um siglingavernd, 569. mál.  Málið hefur komið fyrir hjá sveitarfélögunum og tekur stjórnin því ekki afstöðu til frumvarpsins

17.  Bréf dags. 1/3 ´04 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um samstarf ríkis, sveitarfélaga og ýmissa rekstraraðila í heilbrigðis- trygginga- og félagsmálum, 268. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsáyktunarinnar.

18. Bréf dags. 1/3 ´04 frá allsherjarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um flutning Landshelgisgæslunnar til Suðurnesja, 300. mál. Stjórnin fagnar framkominni tillögu og hvetur allsherjarnefnd til að afgreiða málið hið fyrsta þannig að úttektin geti farið fram.

19. Bréf dags. 1/3 ´04 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, 257. mál, úrskurðir kærunefndar. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

20. Bréf dags. 1/3 ´04 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um félagslega aðstoð, 157. mál, umönnunargreiðslur.   Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

21. Bréf dags. 1/3 ´04 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnalaga, 156. mál, íbúaþing.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins

22. Bréf dags. 4/3 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um vetnisráð, 452. mál.   Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

23. Bréf dags. 10/3 ´04 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um erlendar starfsmannaleigur, 125. mál.   Stjórnin tekur ekki afstöðu til þingsályktunarinnar.

24. Fyrirhugaður sambandsfundur um heilbrigðis og öldrunarmál. Ákveðið að fundurinn verði þriðjudaginn 30. mars kl. 17.00.

25. Búfjáreftirlit – umsjón og ábyrgð.  Samþykkt að Hörður Guðbrandsson hafi umsjón með búfjáreftirliti.

26. Sameiginleg mál.
Tilnefning SSS í stjórn Háskólaseturs Suðurnesja. 
Tilnefndur Böðvar Jónsson, Reykjanesbæ.

Ákveðið að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd á námskeiði fyrir aðstandendur geðfatlaðra á Suðurnesjum.  Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar mun sjá um framkvæmd  námskeiðsins.

Framkvæmdastjóri sagði frá símtali við Albert Jónsson, öryggisráðgjafa,  þar sem fram kom að ekkert nýtt er að frétta af framtíðarmálum varnarmála.

Borist hefur fyrirspurn frá bæjarstjóra Grindavíkur varðandi eyðingu minka og refa á Suðurnesjum.  Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja  falið að taka saman upplýsingar varðandi eyðingu og hugsanlegan fjölda minnka og refa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18.40