602. fundur SSS 9. okóber 2009
Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 9. október kl.8.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Garðar K. Vilhjálmsson, Laufey Erlendsdóttir, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Petrína Baldursdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. Berglind Kristinsdóttir og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Bréf dags. 28/9 2009 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga – Skólaþing sveitarfélaga 2. nóvember 2009. Lagt fram.
2. Bréf dags. 15/9 2009 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2009 – Ársfundur. Lagt fram.
3. Aðalfundur SSS 2009. Rætt um dagskrá aðalfundarins, drög að ályktunum og fleira.
4. Erindi dags. 18/9 2009 frá Björginni ásamt ósk um áframhaldandi samning um rekstur Bjargarinnar – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja. Erindinu vísað til Fjárhagsnefndar SSS.
5. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40