fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

604. fundur SSS 4. desember 2009

Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 4. desember 2009 kl. 8.15  á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Petrína Baldursdóttir,  Garðar K. Vilhjálmsson,  Laufey Erlendsdóttir,  Óskar Gunnarsson,   Róbert Ragnarsson,  Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri  og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

    
1. Bréf dags, 27.11.2009 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt beiðni um umsögn frumvarps vegna friðlýsingar Skjálfandafljóts.  Lagt fram.

2. Bréf dags. 19.11.2009 frá Umhverfisnefnd Alþingis ásamt beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013. Lagt fram.

3. Bréf dags. 17.11.2009 frá Félags- og tryggingarmálaráðuneyti varðandi yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Málið rætt.

4. Bréf dags. 30.11.2009 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi  tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Málið rætt.

5. Bréf dags. 10.11.2009 frá Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneyti varðandi ályktun um samgöngumál frá aðalfundi SSS.  Lagt fram.

6. Drög að vaxtarsamningi. Berglind Kristinsdóttir kynnti drögin. Stjórnin  felur Berglindi Kristinsdóttur að undirrita vaxtarsamninginn og vekja athygli á misræmi í framlögum frá Byggðastofnun.

7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 28.10.2009. Lögð fram.

8. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 18.11.2009.  Lögð fram.
  
9. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál undir þessum lið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.00