612. fundur SSS 9. ágúst 2010
Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 9. ágúst kl.08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Sigmar Eðvardsson Garðar K. Vilhjálmsson, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson, Laufey Erlendsdóttir og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga. Staða mála, Róbert Ragnarsson kynnti stöðu mála.
Stjórn S.S.S. óskar eftir því við sveitarfélögin að þau tilnefni einn mann hvert í verkefnisstjórn. Auk þess að tilnefndir verða einn aðili frá Þroskahjálp sem fulltrúi notenda og SMFR í verkefnastjórn. Lögð er áhersla á að gengið verði frá skipan í verkefnastjórnina sem fyrst.
2. Bréf dags. 30.06.2010. frá Sveitarfélaginu Garði varðandi aðstöðu og aðbúnað á Garðvangi.
Stjórn S.S.S. fagnar erindinu og vísar því til stjórnar D.S. til stefnumótunar.
3. Bréf dags. 15.07.2010, frá Reykjanesbæ varðandi aðstöðu og aðbúnað á Garðvangi.
Lagt fram.
4. Bréf dags. 13.07.2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum.
Lagt fram.
5. Bréf dags. 05.07.2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
6. Bréf dags. 24.06.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt umsagnarbeiðni um frumvarps til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
Lagt fram.
7. Bréf dags. 16.06.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Lagt fram.
8. Bréf dags. 21.06.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt beiðni umsögn um frumvarp til laga um iðnaðarmálagjald.
Lagt fram.
9. Bréf dags. 07.06.2010 frá Sandgerðisbæ.
Lagt fram.
10. Bréf dags. 18.05.2010 frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
11. Bréf dags. 02.07.2010 frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.
Lagt fram.
12. Bréf dags. 06.07.2010 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins.
Framkvæmdastjóra falið að bjóða ráðuneytinu að kynna stöðu verkefnisins á aðalfundi S.S.S. er haldinn verður 11.september.
13. Bréf dags. 11.06.2010 frá Reykjanesbæ varðandi Ljósanótt.
Stjórn S.S.S. sér ekki fært að verða við erindinu.
14. Bréf dags. 24.06.2010 frá SSS, SASS, SSV og Hafnarfjarðarbæ, varðandi endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu.
Lagt fram.
15. Undirbúningur aðalfundar S.S.S. – ályktanir.
Drög að ályktunum rædd.
16. Framtíðarsýn SSS.
Ákveðið að kynna skýrslu Framtíðarnefndarinnar á aðalfundi S.S.S.
17. Starfsmannamál.
a) Bréf frá Sigrúnu Sighvatsdóttur.
Stjórn S.S.S. samþykkir erindið.
b) Ráðning verkefnisstjóra.
Stjórn S.S.S. samþykkir að ráða Björk Guðjónsdóttir í starf verkefnisstjóra.
18. Sameiginleg mál.
Ekki er fleira tekið fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:51.