fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

621. fundur SSS 17. febrúar 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 17. febrúar kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Flutningur á þjónustu við fatlað fólk til sveitarfélaga á Suðurnesjum – Róbert Ragnarsson.
Róbert Ragnarsson kynnti umboð sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum til stjórnar S.S.S. ásamt helstu verkefnum stjórnarinnar.  Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir fundargerðum þjónusturáðsins ásamt athugasemdum ef einhverjar eru við erindisbréf þjónusturáðsins.  Stjórn S.S.S. óskar eftir því að þjónusturáðið komi á næsta stjórnarfund sem haldinn verður fimmtudaginn 17. mars.

2. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 24.01.2011 – Tilnefning í stýrihóp vegna verkefnis um eflingu menntunar á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna eftirtalinna aðila í hópinn:
• Páll Valur Björnsson, kt. 090762-4949, Suðurvör 13, 240 Grindavík
• Eirný Valsdóttir, kt. 240357-5779, Akurgerði 25, 190 Vogar
• Sigrún Árnadóttir, kt. 271060-7269, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði
• Baldur Þórir Guðmundsson, kt. 270764-2909, Smáratúni 8, 230 Reykjanesbær

3. Tilnefning í starfmenntunarsjóð Starfsmannafélags Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. tilnefnir Ingu Sigrúnu Atladóttir í starfsmenntunarsjóðinn.

4. Tilnefning fulltrúa frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í þjónustuhóp aldraðra.
Samkvæmt bréfi dags. 28.01.2011 frá Framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er Sigurður Þór Sigurðarson tilnefndur í þjónustuhópinn.

5. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra, fundur nr. 70, dags. 07.02.2011.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur dags. 01.02.2011 frá Félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til laga nr. 114, félagslega aðstoð (hámörk umönnunargreiðslna).
Lagt fram.

7. Tölvupóstur dags. 31.01.2011 frá Félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis, umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, 334.mál.
Lagt fram.

8. Tölvupóstur dags. 31.01.2011 frá Félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra (einbýli), 214.mál.
Lagt fram.

9. Tölvupóstur dags. 31.01.2011 frá Félags- og tryggingarnefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.) 377.
Lagt fram.

10. Tölvupóstur dags. 08.02.2011 frá Efnahags- og skattanefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts af refa- og minkaveiðum), 164.
Lagt fram.

11. Drög að samstarfssamningi við Rannsókn og greiningu.
Stjórn S.S.S. samþykkir samstarfssamning við Rannsókn og greiningu vegna áranna 2011-2014.  Samningsupphæð á ári er 500.000,- án virðisaukaskatts og tekur vísitölubreytingum samkvæmt neysluvísitölu frá dagsetningu samnings.

12. Fundargerðir vinnufunda stjórnar S.S.S.
Stjórnin hittist laugardaginn 5.febrúar 2011.  Tilgangur fundarins var að vinna að framtíðarstefnumótun S.S.S.  Vegnesti stjórnarnarinar var skýrsla Framtíðarnefndar S.S.S ásamt ræðu Birgis Arnar Ólafssonar. Umræður urðu um stofnun Atvinnuþróunarfélags í ljósi tilboðs ríkisvaldsins um aukna fjármuni í slíkt verkefni, sem komið var á framfæri á samráðsfundi S.S.S og ríkisvaldsins.

Stjórn S.S.S. hittist á öðrum vinnufundi sínum föstudaginn 11.febrúar 2011.  Gestir fundarins voru þau Anna Margrét Guðmundsdóttir og Gylfi Árnason.  Farið var yfir IPA umsókn Sambandsins.  Umsóknin um IPA styrk felur meðal annars í sér styrk til uppbyggingar á innri starfsemi Atvinnuþróunarfélags/SSS, ásamt að reisa tilraunagróðurhús fyrir tómataræktun og vinna fjárfestingaráætlun.  Aðrir aðilar að verkefninu er m.a. Keilir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Verkalýðs og sjómannafélaga Keflavíkur, Vinnumálastofnun, Íslandsstofa, Eignarhaldsfélag Suðurnesja og HS-orka. 

Tilraunagróðurhúsið verður að reisast við virkjun svo hægt sé að nýta til ræktunarinnar heitt og kalt vatn, koltvísýring og rafmagn sem þarf ekki að fara inná dreifikerfi sökum nærveru gróðurhússins við virkjun.  Ljóst er því að einungis tveir staðir á Suðurnesjum koma til greina fyrir slíkt tilraunagróðurhús en þeir er Svartsengi eða Reykjanesvirkjun.
Stjórn S.S.S. samþykkir að leggja til fjármagn að upphæð kr. 2.250.000,- í verkefnið. 

Í framhaldi var rætt um hvernig best væri að reka Atvinnuþróunarfélag, stjórnarmenn voru sammála um að það ætti best heima undir hatti Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Næsti vinnufundur ákveðinn fimmtudaginn 3. mars kl. 18:00.

13. Önnur mál.
Stjórn S.S.S. fagnar þeim stóra áfanga sem náðist í dag með undirritun samnings um kísilver í Helguvík.  Stjórnin vonar að þetta verði eitt af mörgum verkefnum til að auka atvinnulíf á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:12.