fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

628. fundur SSS 18. ágúst 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 18. ágúst,  kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Inga Sigrún Atladóttir boðaði forföll

Gestur undir 1. lið fundarins var Anna Birgitta Geirfinnsdóttir og undir 2. lið, Ragnar Aðalsteinsson og Hrefna Gunnarsdóttir.

Dagskrá:

1. Árshlutareikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 01.01.2011-30.06.2011.
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir kom á fundinn og kynnti árshlutareikning S.S.S. Stjórn S.S.S. samþykkir árshlutareikninginn. 

2. Bréf dags. 17.03.2011, varðandi land í eigu Héraðsnefndar Suðurnesja.
Ragnar Aðalsteinsson sagði frá forsögu málsins.  Stjórn S.S.S. er sammála um að fylgja málinu eftir.  Ragnari falið að taka saman gögn um málið og undirbúa erindi til ráðuneytisins.

3. Tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, mál 839.  http://www.alþingi.is/altext/139/s/1510.html.
Lagt fram.

4. Fjárfestingaráætlun landshluta – kynning á eyðublaði.
Framkvæmdastjóri fór yfir uppsetningu á eyðublaðinu.  Landshlutasamtökin eiga að skila inn 5-7 tillögum í fjárfestingaráætlun landshluta.  Tillögum skal skilað inn fyrir 9. september.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir tillögum frá sveitarfélögunum.

5. Minnisblað dagsett 23.05.2011, vegna funda í Brussel 11-12. maí 2011 um byggðaþróun.
Lagt fram til kynningar.

6. Dagsetningar á aðalfundum landshlutasamtakanna.
a) Tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
b) Tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi.
c) Tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Lagt fram til kynningar.

7. Önnur mál.
Ákveðið er að halda aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 7.-8. október 2011.  Málefni tengd aðalfundinum rædd af stjórn.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 1. september 2011, kl. 16:30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:42.