fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

635. fundur SSS 15. desember 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15 desember  kl. 16.00, að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Almenningssamgöngur á Suðurnesjum – staða mála.  Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson sagði frá stöðu málsins.  Í ljósi þess í hvaða ferli þetta mál er samþykkir stjórn S.S.S. að framlengja núverandi samningi við Kynnisferðir í 6. mánuði.  Samningurinn rennur út að þeim tíma liðnum án þess að sérstakra uppsagnaákvæða.  Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd stjórnar.

Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna málið áfram og leggja tillögur fyrir stjórn á næsta fundi. 

2. Stefnumótun á þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðs fólks.
Lagt fram og rætt.  Framkvæmdastjóra falið að senda tillögurnar til sveitarfélaganna á Suðurnesjum í umsagnarferli.  Óskað er eftir því að sveitarfélögin skili inn ábendingum fyrir 1.febrúar 2012.

3. Tölvupóstur dags. 06.12.2011 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi, 37.mál.
Lagt fram.  Framkvæmdastjóra falið að vinna umsögn um tillöguna.

4. Tölvupóstur dags. 06.12.2011 frá Stefaníu Traustadóttur vegna ráðstefnu um áætlunargerð (programming).
Lagt fram.

5. Erindi dags. 02.12.2011 frá Reykjanesbæ varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs.
Stjórn S.S.S. tekur undir bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar um sameiginlega kynningu fyrir bæjarfulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum.

6. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 7.
Lagt fram.

7. Fundargerð Vaxtarsamnings Suðurnesja nr. 8.
Lagt fram.

8. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 24.
Lagt fram.

9. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 9.
Lagt fram.

10. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 10.
Lagt fram.

11. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 11.
Lagt fram.

12. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja nr. 12.
Lagt fram.

13. Bréf dags. 28.11.2011 frá Fjórðungssambandi Vestfjarða varðandi breytingar í stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum.
Lagt fram.

14. Bréf dags. 08.12.2011 frá Sandgerðisbæ, varðandi málefni aldraðra.
Lagt fram og rætt af stjórn.  Stjórn S.S.S. leggur til að málið verði tekið upp á sameiginlegum vettvangi sambandsins á  árinu 2012.

15. Stefnumótunarvinna S.S.S.
Stjórn S.S.S. samþykkir að ljúka breytingum á samþykktum fyrir 1.mars 2012.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við lögmann Sambandsins íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga, í samræmi við þær hugmyndir sem lagðar voru fram á aðalfundi í október s.l.

16. Önnur mál.
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna Ásdísi Júlíusdóttur kt. 131159-4209 sem staðgengil regluvarðar.  Framkvæmdastjóra falið að koma upplýsingum áfram til Fjármálaeftirlitsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10.