fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

639. fundur SSS 15. mars 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15. mars kl. 18.00, á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Ólafur Þór Ólafsson formaður, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir, Gunnar Þórarinsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.  Ársreikningur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna 2011 (til afgreiðslu og undirritunar).
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi fra Deloitte kom á fundinn og fór yfir ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu.  Ársreikningur Sambandsins vegna ársins 2011 samþykktur samhljóða.

2. Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2012. Afgreiðslur sveitastjórna.
a) Bréf dags. 18.01.2012 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf dags. 22.12.2011 frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 19.12.2011 frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 30.12.2011 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 06.03.2012 frá Sveitarfélaginu Vogum.
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.

3. Skipun í samráðshóp vegna almenningssamganga á Suðurnesjum.  Afgreiðslur sveitarstjórna.
a. Bréf dags. 24.02.2012 frá Reykjanesbæ.
b. Bréf dags. 28.02.2012 frá Grindavíkurbæ.
c. Bréf dags. 06.03.2012 frá Sandgerðisbæ.
d. Bréf dags. 05.03.2012 frá Sveitarfélaginu Vogum.
e. Bréf dags. 09.03.2012 frá Sveitarfélaginu Garði (tölvupóstur).
Eftirfarandi eru tilnefndir í samráðshópinn: Árni Sigfússon (RNB), Róbert Ragnarsson (Grindavík), Sigrún Árnadóttir (Sandgerði), Ásgeir Eiríksson (Vogar), Ásmundur Friðriksson (Garður).  Fyrsti fundur samráðshópsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars, kl. 12.

4. Breytingar á samþykktum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Stjórnin fór yfir greinar í samþykktunum sem ólokið frá síðasta fundi (gr. 5, 6 og 8). Framkvæmdastjóra falið að ljúka uppfærslunni og senda stjórnarmönnum til yfirlestrar.

5. Dagskrá auka aðalfundar.
Dagskrá rædd.  Endanlegri ákvörðun frestað til næsta stjórnarfundar sem haldinn verður þriðjudaginn 3. apríl, kl. 8:00.

6. Bréf dags. 10.02.2012 frá Iðnaðarráðuneytinu, skipunarbréf í nefnd um að kanna möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets. hf.
Lagt fram til kynningar.

7. Tölvupóstur frá Einari Jónssyni f.h. Skipulagsstofnunar, varðandi Landsskipulagsstefnu 2013-2024.Lagt fram til kynningar.

8. Afrit af bréfi dags. 13.02.2012 til Samtaka ferðaþjónustunnar.
Lagt fram.

9. Afrit af bréfi dags. 13.02.2012 til Allra handa ehf.
Lagt fram.

10. Fundargerð dags. 07.02.2012 ásamt fylgigögnum, 3. fundur starfshóps um skilgreiningu á hlutverki almenningssamgangna og aðgreiningu þeirra frá þjónustu við ferðamenn.
a. Minnisblað IRR12010323, dags. 24.01.2012
b. Bréf frá SAF, dags. 06.02.2012.
Lagt fram og rætt af stjórn.

11. Fundargerð dags. 07.03.2012. 4. fundur starfshóps um skilgreiningu á hlutverki almenningssamgangna og aðgreiningu þeirra frá þjónustu við ferðamenn.Lagt fram og rætt af stjórn.

12. Bréf dags. 09.02.2012 frá Sveitarfélaginu Vogum, varðandi almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. vísar erindinu til samráðshóps um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

13. Bréf dags. 09.02.2012 frá Reykjanesbæ varðandi almenningssamgöngur á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. vísar erindinu til samráðshóps um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

14. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 02.03.2012. varðandi drög að breytingum á lögum nr. 55/2003. 
Lagt fram.

15. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja Heklan.
a. Fundargerð nr. 15, dags. 10.02.2012.
Lögð fram.
b. Fundargerð nr. 16. dags. 01.03.2012.
Lögð fram.

16. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, dags. 02.02.2012.
Lagt fram.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir skýrslu landlæknis um starfsemi heimilanna, sbr. 5. lið fundargerðar D.S.

17. Tölvupóstur dags. 22.02.2012 frá Guðjónínu Sæmundsdóttur f.h. Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að boða Guðjónínu Sæmdundsdóttur á næsta reglubundna stjórnarfund.

18. Afrit af bréfi dags. 27.02.2012 frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum varðandi samnýtingu ökutækja.
Lagt fram.

19. Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00.