fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

681. fundur S.S.S. 15. október 2014

Árið 2014, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 15. október, kl. 08.00 á  á skrifstofu S.S.S. skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mættir eru:  Gunnar Þórarinsson, Guðmundur L. Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Stjórnin skipti með sér verkum.
Formaður: Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbær.
Varaformaður: Einar Jón Pálsson, sveitarfélagið Garður.
Ritari: Guðmundur L. Pálsson, Grindavík.
Meðstjórnendur: Ólafur Þór Ólafsson, Sandgerði og Ingþór Guðmundsson, sveitarfélagið Vogar.

2. Aðalfundur S.S.S. – Ályktanir og tillögur.
• Ályktun vegna fjárlaga 2015.
• Ályktun um fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða.
• Ályktun um húsnæðismál.
• Ályktun um atvinnumál.

• Tillaga að stofnun samráðsvettvangs.

Stjórn S.S.S. leggur til að ályktanir aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði sendar þingmönnum kjördæmisins og ráðherra viðkomandi málaflokka. 
Tillaga frá aðalfundi S.S.S. um samráðsvettvang um hagsæld er lögð fram og verður tekin til frekari vinnslu.

 

3. Skýrsla um samstarf um framkvæmd verkefna á vettvangi S.S.S. – KPMG.
Stjórn S.S.S. er sammála að leggja formlega niður Héraðsnefndina þar sem stjórn S.S.S. hefur nú þegar tekið yfir hlutverk hennar.  Framkvæmdastjóra er falið að senda erindi þessa efnis til sveitastjórna á Suðurnesjum og fara þess á leit við þær að S.S.S. verði formlega falið að taka yfir hlutverk Héraðsnefndar á Suðurnesjum.

Skýrsla um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Suðurnesjum var rædd af stjórn.  Framkvæmdastjóra er falið að boða til vinnufundar með félagsmálastjórum og bæjarstjórum sveitarfélagnanna.

4. Niðurstöður verðtilboðs samningskaupa nr. 13262, Almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

Niðurstaða mats á endanlegum lausnum og verðtilboðum.
Við mat á endanlegum lausnum og verðtilboðum var sú flétta verkþátta sem fékk hæstan stigafjölda fundin og var hún eftirfarandi:

Verðtilboð í verkþætti 1 og 2 frá SBK ehf. Með verðtilboði í verkþátt 3 frá Hópferðum Sævars Baldurssonar ehf.  Heildarfjöldi stiga fyrir þess fléttu verkþátta er 99,40 stig. 

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum staðfestir hér með að samið verði við SBK ehf. um verkþætti 1 og 2 og Hópferðir Sævars Baldurssonar ehf. um verkþátt 3 og er Strætó bs. falið í samvinnu við Innkaupadeild Reykjavíkurborgar að tilkynna þátttakendum þá ákvörðun.

Stjórn S.S.S. felur jafnframt formanni og framkvæmdastjóra S.S.S. að undirrita samning við Strætó bs. um almenningssamgöngur.

5. Undirbúningur fjárhagsáætlun S.S.S. 2015.
Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra S.S.S. vinna áætlunina áfram og boða til fundar með fjárhagsnefnd S.S.S.

6. Tilnefning í stjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. tilnefnir eftirfarandi í stjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja;
Alda Agnes Gylfadóttir
Óli Jón Sigurðsson
Ragnar Guðmundsson
Guðjónína Sæmundsdóttir
Davíð Páll Viðarsson.

7. Tilnefning fulltrúa í starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Suðurnesja,
1.aðalmaður og 1 til vara.
Stjórn S.S.S. tilnefnir Ólaf Þór Ólafssonar sem aðalmann og Bryndísi Gunnlaugsdóttur Holm til vara.

8. Fundargerð aðalfundar Reykjanes Jarðavangs, dags. 03.09.2014, ásamt skýrslu stjórnar.
Lögð fram.

9. Fundarboð Fisktækiskóli Íslands – hluthafafundur.
Stjórn S.S.S. samþykkir að auka hlut sinn í Fisktækniskóla Íslands um kr.750.000,- Erindinu vísað áfram til fjárhagsnefndar S.S.S. til afgreiðslu.

10. Fundargerð Heklunnar nr.37, dags. 22.09.2014.
Lögð fram.

11. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra, 92. fundur, dags.29.09.2014.
Lögð fram.

12. Erindi til sveitarstjórnarmanna frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Stjórn S.S.S. hvetur sveitarstjórnamenn til að hafa 100 ára kosningarafmæli kvenna í huga við skipulagningu viðburða á næsta ári.

13. Tillaga að framlögum til Reykjanes Jarðvangs árið 2015, frá stjórn RGP.
Meðfylgjandi tillögu er vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S. til afgreiðslu.  Skv. tillögunni er gert ráð fyrir því að framlög ársins 2014 verði hækkuð um 3,9%.

14. Erindi frá stjórn D.S. beiðni um fjárframlög 2015, sem og áætluð fjárþörf til 2016 og 2017.
Samkvæmt erindi stjórnar D.S. er gert ráð fyrir eftirtöldum útgjöldum:
Vegna ársins 2015.
Hlévangur   kr. 11.071.891,-
Garðvangur kr. 58.477.774,-

Vegna ársins 2016
Hlévangur  kr. 10.624.891,-
Garðvangur kr. 27.247.812,-

Vegna ársins 2017
Hlévangur   kr. 10.176.082,-
Garðvangur kr. 27.919.937,-

Auk þess gerir stjórn D.S. ráð fyrir því að hugsanlegur árlegur kostnaður við rekstur Garðvangs 2015-2017 sé kr. 6.110.000,-

Ekki er gert ráð fyrir viðhaldskostnaði á fasteignum D.S. (Garðvangi/Hlévangi), né heldur umsjón, vinnu við bókhald, gerð ársreikninga né annars kostnaðar sem til gæti fallið á tímabilinu.

Stjórn S.S.S. vísar erindinu til Fjárhagsnefndar S.S.S. til afgreiðslu. 

15. Bréf dags. 30.09.2014 frá Guðjónínu Sæmundsdóttur f.h. MSS, vegna beiðni um þjónustusamning.
Erindinu vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S. til afgreiðslu.

16. Beiðni um styrk frá Erlingi Jónssyni f.h. Lundar forvarnarfélags.
Erindinu vísað til Fjárhagsnefndar S.S.S. til afgreiðslu.

17. Greinagerðir um verkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja 2013.
a. Rannsókn og greining á áhrifum stóriðju á samfélagið á Suðurnesjum- verkefni 1.1.1.
b. Efling fullvinnslu á sjávarfangi – verkefni 1.2.1.
c. Styrking flugvallarins og tengdrar starfsemi – verkefni 1.3.1.
d. Heilsutengd þjónusta – verkefni 1.4.1.
e. Starfsgreinakynning fyrir nemendur í 9.-10. Bekk – verkefni 2.1.1.
f. Greining tækifæra í fjarnámskennslu á háskólastigi – verkefni 2.1.2.
g. Samstarfsvettvangur námsráðgjafa í grunnskólum – verkefni 2.1.3.
h. Skilgreining menntastofnana – verkefni 2.2.1.
i. Efling tónlistarhefðar á Suðurnesjum – verkefni 2.3.1.
j. Sameining, samstarf í stjórnsýslu – verkefni 3.1.1.
k. Bætt ímynd og efling sjálfsmyndar – verkefni 3.2.1.
l. Efla vitund um umhverfis- og vottunarmál – verkefni 3.3.3.
m. Upplýsingar til ferðamanna – verkefni 3.4.1.
Greinargerðir lagðar fram.

Stjórn S.S.S. vísar til ályktunar aðalfundar S.S.S. en þar kemur fram að aðalfundurinn lýsir vonbrigðum sínum með þær lækkanir á framlögum til sóknaráætlana landshluta sem birtast í fjárlagafrumvarpinu.

18. Mat á framkvæmd sóknaráætlunum  landshluta – skýrsla unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið af Evris.
Lagt fram

19. Bréf frá Sigrúnu Sighvatsdóttur – starfslok.
Stjórn S.S.S. þakkar Sigrúnu Sighvatsdóttur fyrir gott starf í þágu S.S.S. en hún lætur af störfum sökum aldurs eftir 30 ára farsælt starf hjá Sambandinu.

Framkvæmdastjóra falið að auglýsa eftir nýjum starfsmanni í hennar stað.

20. Önnur mál.
Næsti reglulegi fundur stjórnar verður haldinn 19. nóvember, kl. 8:00. 
Fundað verður 22. október með Fjárhagsnefnd S.S.S., kl. 8:00.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 9:30.